Lögreglan mætti í Kringluna vegna listgjörnings – vísaði fólkinu út

frettinInnlendar5 Comments

Listakona stóð fyrir gjörningi í Kringluninni í dag. Hópur fólks, um 50-60 manns, var klæddur svörtum fatnaði og "V for Vendetta" grímum. Grímurnar eru orðnar táknrænar fyrir mótmælin um allan heim og standa fyrir, að gera hið rétta þýði ekki endilega að fylgja skuli reglum.

,,Gríman er táknmynd friðsælla mótmæla gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu. Gríman táknar einnig samstöðu almennings. Gríman veitir nafnleysi og þar með öryggi til að mótmæla burtséð frá stétt eða stöðu og tækifæri til að standa saman sem heild," segir í yfirlýsingu hópsins sem er nafnlaus og sendur var fjölmiðlum.

Hópurinn var friðsæll og gekk þögull um ganga Kringlunnar en kallað var til lögreglu sem sagði að eigandinn vildi fólkið út.

Einn talsmaður hópsins hafði orð á því að afskipti og valdbeiting lögreglunnar, sem vísaði hópnum á dyr, væri einmitt eitt að því sem hópurinn vildi vekja athygli á með gjörningnum.

Yfirlýsing frá hópnum sem sendur var fjölmiðlum:

V for Vendetta gjörningur

Friðsæl mótmæli gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu

Í hinni frægu sögu og bíómynd V for Vendetta, voru fleyg orð látin falla: „Fólkið á ekki að óttast ríkið. Ríkið á að óttast fólkið.“ Með þessu er átt við að fólkið í landinu á valdið og veitir ríkinu aðeins afnot af því valdi. Fólkið getur alltaf tekið valdið til baka, ef ríkið misnotar þetta vald. Einnig vísa þessi orð til þess að fólk á alltaf rétt á að koma saman og mótmæla á friðsælan hátt og ætti í raun að hvetja til þess.

Við viljum ekki að yfirvöld taki allar ákvarðanir fyrir okkur. Við viljum halda þeim rétti sem okkur er gefinn við fæðingu, rétti yfir eigin líkama og frelsi til að taka ákvarðanir varðandi eigið líf. Sagan hefur sýnt okkur hversu nauðsynlegt það er að veita ríkisvaldi stöðugt aðhald. Borgaraleg óhlýðni er því ekki aðeins mikilvæg heldur nauðsynleg.

Gríman í V for Vendetta er táknmynd friðsælla mótmæla gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu. Gríman táknar einnig samstöðu almennings. Gríman veitir nafnleysi og þar með öryggi til að mótmæla burtséð frá stétt eða stöðu og tækifæri til að standa saman sem heild.

Valdið er aldrei ríkisins, það er alltaf einstaklingsins. Þegar hið opinbera hefur ítrekað tekið sér aukið vald yfir lífi og heilsu borgarans, erum við komin á hálan ís. Við verðum að sjá til þess að stjórnvöld gefi allt það vald, sem við lánuðum þeim á meðan faraldrinum stóð, til baka. Nú þegar stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaráætlun til afléttingar sóttvarnaaðgerða, er mikilvægt að staldra við og horfa yfir farinn veg. Stórar spurningar sitja nefnilega eftir, þótt veiran sé að mestu yfirbuguð.

Hvenær var almenningi gefinn kostur á að taka þátt í ákvörðunum um sóttvarnir? Hvar var hið lýðræðislega ferli í upphafi og hvar er ábyrgðin núna? Hvað með pallborðsumræður, þar sem allar hliðar og valkostir eru metin af óháðum aðilum? Hvað réttlætti það að þagga niður í fólki sem hafði ólíkar skoðanir eða benti á önnur sjónarmið en stjórnvöld höfðu? Hvers vegna var ofuráhersla á bólusetningar, frekar en að benda á leiðir til að efla ónæmiskerfið?

Þöggunin er ærandi þegar kemur að umræðu um sóttvarnir og veirufaraldurinn. Tjáningarfrelsið sem manneskjan hefur stanslaust þurft að berjast fyrir er fokið út um gluggann og nú má aðeins ákveðin skoðun heyrast. Jafnvel hámenntuðum læknum, veirufræðingum og allskonar vísindamönnum er úthýst úr umræðunni. Það er lokað á þá á mörgum netmiðlum, þeir fá enga sanngjarna birtingu í öðrum fjölmiðlum og allt er gert til að sverta mannorð þeirra.

Ákvarðanir teknar í ótta eru aldrei heillavænlegar. Ótti getur alið á andúð gagnvart einhverjum óljósum óvini. Eru óbólusettir rót alls ills? Eða vantar okkur bara sökudólg til að kenna um ástandið þegar þrjár sprautur virka ekki? Að ráðið sem átti að bjarga mannkyninu frá vírusinum gerði það ekki.

Byggjum nýtt samfélag á umhyggju í stað ótta. Finnum eitthvað sem sameinar okkur í stað þess að sundra. Við viljum búa í samfélagi sem hýsir ólíkar skoðanir og viðhorf, og öll litbrigði mannlífsins.


5 Comments on “Lögreglan mætti í Kringluna vegna listgjörnings – vísaði fólkinu út”

  1. Flott hjá þeim. Yfirvöld benda á hvort annað eins og hauslausar hænur þegar kemur að erfiðum spurningum. Réttlæti fyrir fólkið er það sem skiptir máli í þessari sturlun sem hefur viðgengist hér í 2 ár.

  2. once, not so long ago, there was the same system in Italy as here in Iceland today. The authorities of that system, headed by Mussolini, ended up like this.

    https://c8.alamy.com/comp/G1D9MB/the-death-of-benito-mussolini-the-italian-fascist-dictator-body-of-G1D9MB.jpg

    If fascism would not be eradicated in this way, it would be an injustice of cosmic proportions, and the fall and shame of civilization worse than covid19. Authorities brought the covid19, and who will bring justice if not the people who are victims of fascist terror.
    Thank you people for the demonstrations in Kringlan

  3. Hvernig væri að krefja forsætisráðherra svara um endalausa valdbeitingu lögreglunar. Grilla hana eins og fréttafólk gerir í Evrópu. Eða eins og gert er við breska stjórnmálamenn. Þar þora fréttamenn að íta á pólitíkusa til að svara. Áfram frettin.is

  4. Afhverju er þetta mál svona alvarlegt?
    Ef lög segja að sama hvað þá er ekki hægt að fara yfir mannréttindi, einnig í búðum og öðrum almennings opnum stofnunum, afhverju er það þá hægt, og hvernig er það hægt?
    Er að koma í ljós hvað ríkið er eða er fólk farið að spyrja sig hvernig getur verið að réttarríki skuli geta farið svona langt í að brjóta alþjóðleg lög og sáttmála, eigin frumvörp og loforð/lygar gegn fólk? Hljómar þetta kunnulega eða ertu að fatta í fyrsta sinn að það sé til lagaeinræði? eða getur þú kannski sannað að lög gilda „yfir“ þér sem manni? tilgreint afhverju Nafnið þitt ber
    svona mikið vægi þegar lögreglan vill tala við þig? Afhverju eru þessu atriði alltaf gleymd eða mistúlkuð í vægi þess, í lagalegum tilgangi, án þess að nokkur maður detti í hug að spyrja sig, afhverju?..
    Ég skal segja hvað er svona rangt við þetta ástand í eins stuttu máli og ég get, þótt þetta mál sé mjög fólkið og snúið, sértaklega hvað varðar lagakarfið og þegnum þess.
    Einnig að þurfa að útskýra gildi laga og hvernig þau geta þjónað svikum og siðblindu, til einstaklings sem hefur aldrei skilið orð í lögfræði eða þeirra dulmáli. Lögræði orðabækur eru alltaf svarið og ef lögfæði orðið er ekki til þá notar þú þegnamálbók.
    Við vitum öll að Lögreglan segist vera að verja rétt allra til að standa jöfn undir lögum og krefst einnig leikarinn fyrir aftan gallan ekki alltaf vera sammála skipun eða eigin gjörðum í gervi lögreglu. En stendur samt fastur um að brjóta óbrjótanleg lög gegn saklausu fólki, sem gerir manninn af lygara undir eiði, sem er refsivert alt af þremur árum í fangelsi og sektum.
    En hver tekur ábyrgð í svona málum?
    Samkvæmt lögreglu eru svona mál einka, og þartu sjálfur að grafa í lögfræði eða ráða mjög svo ódýra lögfræðinga, sem geta bara unnið undir lögum og frumvörpum þess. En getta ekki farið utan þeirra eins og lögreglan gerir við fólkið á götum. Þess vegna getur lögfræðingur aðeins hjálpað þér í vissum málum. Þegar á er reynt, þá reynist lagakerfið algerlega siðblint og guðlaust, og mótar engangvegin skoðun fólksins undir neinum sáttmála nokkurn tíman.
    Kynslóð eftir kynslóð gleymist viskan og fólk dregst meira og meira inn í að lagakerfið sé í raun allgilt og fullkomnlega sjálfstætt, en þetta er alt þér að þakka.
    Lönd hafa sértök lög (law of nations), og þau bera sjálfstæði þitt í hluta, þar með ertu aðeins frjáls að hluta til, EF þú ert samþykkur þess að vera með þjóðerni undir skaldamerki.
    Til þess þar 100% samþykki þitt til að ríkið öðlist vald yfir þér. Þetta vald er hægt að endurkalla og draga tilbaka. En reglur leiksins hafa ALDREI verið opinberaðar til þegna þess.
    Þannig er það nú og Þegar fólki er mismunað vegna grímunotkunar, sem er algerlega gagnslaus gegn loftbornum veirum (sem covid er) og það vita allir sem hafa lesið skjöl CDC, NIH, eða í safni pubmed. Hinsvegar stendur í lögum að fólk á ekki að verða fyrir mismunun á neinn hátt, og það kennt í skólun og af siðprúð fólki á landi okkar. Einelti og lágkúrleg hegðun er ekki gull í menningu okkar.
    Til að setja dæmi út fyrir fólkið þarf að sjá mismunandi sjónarhorn og ég held að flestir ættu að geta skilið þjóðernismismunun..
    Svartur maður labbar inn í verslun og eigandinn vill ekki svart fólk inn. Því hann á búðina og setur hann sínar reglur og hefur skillti sem segir svo… samkvæmt Lögreglu íslands þá má eigandi velja við hvern hann gerir viðskipti, sem er satt, en hinsvegar má hann ekki neyta aðila um aðgöngu eða þjónustu svo lengi sem það er almenn opnun í búðinni, það segja lögin. Annars þarftu að hafa einka opnanir. og þá þarf að vera samþykki um skilmála. Þetta vita flestir.
    Eigandi búðar hringir svo til lögreglu og segist vera með fólk sem fer gegn vilja hanns og að því skuli verða vísað út.
    Og ef búðareigandi og lögregla eru sammála um að búðin geti sett sínar eigin reglur gegn lögum og sáttmálum sem eru alþjóðlegir og óbrjótanleg. Þá mun lögreglan vísa manninum út, en ef saklausi svarti maðurinn hringir á lögreglu og segir að bæði búðareigandi og lögreglumaður séu að mismuna honum, gegn lögum og réttindum sem gilda sama hvað.. Það er einka mál, þú verður að kæra þetta mál í einka. Þar með lýkur þjónustulyndi lögreglunnar.
    Nú fer leikurinn að taka mynd.
    Útfrá hvaða forsendu er lögreglan að hjálpa eiganda að brjóta lög og sáttmála allra þjóðra?
    Borgar búðin mafíu gjöld til að fá forgang á þjónustu sem lögreglu, sem ber eiðsvarna skyldu að stuðla að jafrétti allra án fordóma og persónulegra skoðanna um faraldurs eða þjóðerni osfv og fara eftir lögum og sáttmálum.
    Það virðist vera að fólk sjái ekki lögin í gegnum grímurnar. þessi nýja trú sem ríkið er að takast undir saman með meiri hluta þjóðarinnar að frelsi er fyrir fávita og stjórnleysingja.
    sem er í lagi, en þjóðin mun deilast. Og svona ofbeldismál munu aldrei geta verið fyrirgefin af þeim sem lenda í þeim.
    Fólk blindast, til að þjóna hjörðinni, en flestir ættu að vita með grunnskólamenntun og sæmilega góðan kennara að þegar réttindi eru tekin, þá koma þau aldrei aftur.
    En til að skilja þetta í dýpt þá þarf að skoða lengri umræður um þetta, flestir geta ekki gert greinarmun á LÖGNAFNI eða Kristnu nafni og ættarnafni..
    Og svo þykist það skilja hvað frelsi er án þess að fatta að spyrja sig,
    Borgar frjáls maður skatt?

  5. Sumir mega vera með grímur en aðrir ekki.. Enn eitt flækjustigið í viðbót.

Skildu eftir skilaboð