Aðjúnkt í félagsfræði líkir Ívermektín við stíflueyði

frettinInnlendar7 Comments

Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði, var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun en þar var rætt um þáttastjórnandann Joe Rogan og Spotify. 

Arnar segist styðja afstöðu Neil Young og Joni Michell í að rétt sé að útiloka hlaðvarpsþætti Rogan á Spotify. Arnar segist kalla eftir málábyrgð og sakar Rogan um að halda úti lygum og fölskum upplýsingum varðandi Covid bóluefnin og nóbelsverðlaunalyfið ívermektín, en Rogan hefur verið sakaður um áróður með því að taka viðtal við lækna og sérfræðinga í smitsjúkdómum sem eru ekki á sama máli og meginstraumurinn um ágæti bóluefnanna.

Rogan notaði einnig ívermektín lyfið með góðum árangri þegar hann veiktist af Covid og fór í svokallaða snemmmeðferð sem inniheldur einnig ýmis vítamín o.fl. og hefur verið notað í mörgum löndum með góðum árangri.

Þá kom út í gær tilkynning um niðurstöður rannsóknar frá japanska lyfjafyrirtækinu Kowa um ágæti lyfsins og góða virkni gegn kórónuveirunni sem sýnir að lyfið sé veirueyðandi. Frekari rannsókna er að vænta á næstunni.

Arnar segir svo að lokum að fólk gæti alveg eins byrjað að drekka stíflueyði gegn Covid rétt eins og að fara að ráðum Rogan. Því er ekki hægt að skilja það öðruvísi en að Arnar sé að líkja nóbelsverðlaunalyfinu við stíflueyði og bætir við að málábyrgð Rogan sé mikil og ekki sé í lagi að ljúga svona að fólki.

Lyfið er aftur á móti notað af læknum víða um heiminn og m.a. hér á landi og voru t.d. veittir 37 undanþágulyfseðlar árið 2021 á ívermektíni fyrir menn samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun. Þess má geta að stíflueyðir er banvænn ef hann er drukkinn.

Arnar er ekki með neina menntun á sviði læknavísinda og vísar heldur ekki í rannsóknir máli sínu til stuðnings og því ljóst að félagsfræðingurinn hefur ekki kynnt sér nóbelsverðlaunalyfið eða rýnt í rannsóknir sem sýna fram á góða virkni gegn kórónuveirunni. Ný rannsókn um virkni lyfsins gegn Covid kom út í vikunni og má sjá umfjöllun um hana hér.

Þá má benda á meistararitgerð íslensks lyfjafræðings sem fjallaði um góðan árangur af lyfinu við Covid.

Morgunþáttinn má hlusta á hér og byrjar viðtalið á mínútu 35:20

7 Comments on “Aðjúnkt í félagsfræði líkir Ívermektín við stíflueyði”

  1. Og þetta er það sem við fáum frá háskólasamfélaginu … ekki er framtíðin björt.

  2. Við eigum alltaf að standa með málfrelsinu. Það er hneyksli að umræður vísindamanna og lækna séu þaggaðar og taldar falla undir „falsfréttir“ af því að þeir eru ekki sammála einhverri meginstraumsskoðun. Það er líka leitt þegar álitsgjafar fara í einhverjar skotgrafir með og móti. Þar virðist farið eftir einhverjum línum sem tæknirisarnir hafa lagt um hvað sé rétt og hvað rangt í umræðunni um covid. Ég vona að félagsfræðingurinn sjái að sér og skoði málið með opnum hug. Það er til dæmis hægt að skoða twittersíðu doktors Martins Kulldorfs (prófessor í Harvard) sem hefur kallað viðbrögðin við kórónuveirunni mestu mistök í sögu sóttvarna. https://twitter.com/martinkulldorff

  3. Háskóli Íslands var í könnun Gallup 2021 í sæti nr 4 varðandi traust á stofnunum (77%). Þessi tala hlýtur að lækka með svona gasprandi bjána innanborðs.

    Jóe Rogan segir síendurtekið að hann veit lítið en spyr aftur á móti góðra spurninga og leyfir viðmælendur að útskýra hlutina eins og þeir vilja í viðtölum sem eru oft upp undir 3 klukkustundir. Að segja að Dr Malone (sem er hámenntaður sérfræðingur á læknisfræði, lífefnafræði og hefur marga áratuga reynslu við rannsóknir og þróunar lyfja og bóluefna) dreifi röngum og eða fölskum upplýsingum er algerlega galið. Dr Malone er einfaldlega að lýsa sínum skoðunum og hefur framúrskarandi þekkingu. Arnar Eggert Thorodssen hefur gert í buxurnar og ætti að skammast sín.

  4. Stiflueyðir virkar reyndar betur ef hann er gefinn rétt, 10mg per kilo í stílaformi. Þá hverfa allar bakteríur og veirur og meira að segja gyllinæð.

Skildu eftir skilaboð