Reuters sendi frá sér meiriháttar leiðréttingu á frétt um Ivermektín

frettinErlent2 Comments

Fréttaveitan Reuters sendi frá sér meiriháttar leiðréttingu á frétt sinni um skýrslu sem fullyrti að ivermektín hefði reynst áhrifaríkt við að meðhöndla Omicron afbrigði af Covid.

Reuters greindi upphaflega frá því snemma á mánudagsmorgun að japanskt lyfjafyrirtæki hefði fundið út að lyfið ivermektín, sem hefur verið nýtt til meðferðar við Covid en ekki verið samþykkt af FDA, hafi sýnt virkni gegn Covid veirunni í þriðja fasa rannsóknarinnar.

En það virðist sem Reuters hafi talið að þeir yrðu jafnvel að slíta þennan sannleika úr samhengi því eftir að þeir settu fréttina í loftið breytti Reuters fréttinni og uppfærði hvað eftir annað.

Í uppfærðri frétt sem fjallar um vísindin eyddi Reuters megninu af fréttinni og fór yfir í það að tala niður lyfið, fjalla um Joe Rogan deiluna, og jafnvel gera smá grín af hýdroxýklórókíni og Donald Trump forseta. Við síðustu athugun höfðu þeir gert sex uppfærslur á fréttinni.

Upphafleg fyrirsögn Reuters hljóðaði svona:

Í leiðréttingu benti Reuters á að lyfið hafi ekki reynst árangursríkt í III. stigs klínískum rannsóknum, heldur hafi það sýnt „veirueyðandi áhrif“ gegn Omicron í rannsóknum sem ekki voru klíniskar.

Meiri umfjöllun um málið má lesa hér.

2 Comments on “Reuters sendi frá sér meiriháttar leiðréttingu á frétt um Ivermektín”

  1. Ekki hissa á þessu þar sem stjórnarformaður pfizer er einnig í stjórn reuters.

  2. Kannski sendu þeir út leiðréttingu þar sem þetta hefur ekki verið rannsakað á fólki með nægjanlega háa greindarvísitölu. That’s still promising, although not as much as what was first claimed because it’s not tested in humans yet.
    Það eru líklega fáir sem myndu ekki fagna því að finna lausn á þessum C19 vanda

Skildu eftir skilaboð