Suður-Afríka: Einkennalausir þurfa ekki lengur að fara í einangrun vegna veirunnar

frettinErlentLeave a Comment

Þeir sem mælast jákvætt á COVID-19 prófi í Suður-Afríku en hafa engin einkenni þurfa ekki lengur að fara í einangrun. Þá var var einangrun þeirra sem eru með einkenni stytt úr 10 dögum í sjö daga. Nýju reglurnar binda einnig enda á skyldueinangrun fyrir þá sem hafa verið útsettir fyrir smiti.

Þetta kom fram m.a. á Twitter reikningi forsetaembættisins í Suður-Afríku á mánudag.

Smitum hefur fækkað mikið í landinu en landið eitt af þeim fyrstu sem þar sem hið milda omíkron afrigði tók yfir önnur afbrigði vírusins.
Margar ríkisstjórnir hafa farið þá leið að stytta einangrunartíma vegna COVID-19 í ljósi hærri bólusetningartíðni og hins væga omíkrons afbrigðis.
Suður-Afríka sker sig þó úr með því að fólk þarf ekki að fara í einangrun þó það sé með vírusinn ef það er einkennalaust.

Skrifstofa forsetans sagði að prófanir hafi sýnt að 60% til 80% fólks sé komið með mótefni gegn kórónuveiru og þetta hlutfall hafi hækkað verulega.
Ónæmið virðist aðallega verða vegna þess að að fólk hafi fengið vírusinn. Aðeins 27% íbúanna hafa fengið tvo skammta af bóluefni, samanborið við 63% í Bandaríkjunum og 73% í Bretlandi, samkvæmt Our World in Data. Þá hafa færri en 1% þjóðarinnar fengið örvunarskammt.

Heimild

Skildu eftir skilaboð