Útsending Stöðvar 2 á upplýsingafundi ,,datt út” þegar kom að spurningum Fréttarinnar

frettinInnlendar2 Comments

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson lögregluþjónn upplýstu þjóðina um stöðu mála á upplýsingafundi Almannavarna í morgun.

RÚV og Stöð 2 sýndu beint frá fundinum. Fjölmiðlar komu með spurningar í lok fundar en svo óheppilega vildi til að tæknilegir örðugleikar urðu á útsendingu Stöðvar 2 rétt á meðan Margrét Friðriksdóttir hjá Fréttinni bar upp sínar spurningar til sóttvarnalæknis.

Samkvæmt upplýsingum frá Kolbeini Tuma Daðasyni fréttastjóra hjá Stöð 2 er ekki vitað hvað olli því að útsendingin hafi rofnað en hann taldi að kannski hafi útsendingin hafi verið stillt á 30 mínútur, eða um einhverskonar tæknilega örðugleika væri að ræða sem hann gat ekki útskýrt nánar.

Eftirfarandi tvær spurningar Fréttarinnar byrjuðu á mínútu 11:32 sbr. útsendingu RÚV.

Spurning 1

„Þórólfur, þann 8. ágúst sagðir þú í viðtali á Sprengisandi að nú yrði að reyna að ná fram hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga og að það væru vonbrigði að hjarðónæmi hafi ekki náðst með bólusetningu.“

1. „Erum við ekki komin langt á veg með hjarðónæmið vegna metfjölda smita í samfélaginu undanfarna mánuði og því tilvalið að leyfa þessu að dreifa sér enn frekar án hamlana til að flýta fyrir hjarðónæminu. Og af hverju þarf óbólusett fólk sem komið er með náttúrulega mótefnið eftir sýkingu að vera með grímu í verslunum og fara í PCR próf og sóttkví eftir komu frá útlöndum, ætti ekki að vera nóg að sýna mótefnavottorðið eða staðfestingu frá heilsuveru um staðfest smit. Og er ekki eðlilegt að taka á þessu eins og flensu eins og önnur lönd eru að gera.“

Þórólfur svaraði:

„Það eru ekkert öll önnur lönd að gera það, það er mikill misskilningur, hins vegar eru mörg lönd í ferli til að aflétta ýmsum takmörkunum. Það sem ég sagði í Sprengisandi í ágúst það var það að við værum komin á þann tíma að við gætum ekki útrýmt veirunni með aðgerðum úr samfélaginu og þyrftum að sætta okkur við að veiran væri að ganga í samfélaginu, en á sama tíma þyrftum við að ná eins mikilli vernd og hægt er með bólusetningu.
Þá séu nú þegar undanþágur á landamærum fyrir þá sem hafa fengið Covid og margar undanþágur fyrir þá sem eru með vottorð upp á Covid, innan ákveðins tíma. Því verndin vegna smits minnkar eftir einhverja mánuði. Þetta eru samevrópskar leiðbeiningar.“

Athygli vekur að Þórólfur umorðar spurningu Margrétar og fer að tala um öll lönd, spurning Margrétar var ekki á þann veg heldur talar hún einungis um önnur lönd eins og t.d. Spánn þar sem Covid er nú meðhöndlað eins og flensa.

Ekki er hægt að sjá þessar undanþágur í núverandi reglum á landamærum.

Spurning 2

„Nú hafa Svíar sagt að áhættan af því að bólusetja börnin sé meiri en ávinningurinn og ætla ekki að bólusetja 5-11 ára börn. Hvers vegna ætlið þið að taka áhættuna og sérstaklega í ljósi þess að börnum stafar ekki hætta af omicron og þetta bóluefni er þar að auki ekki hannað fyrir omicron - Pifzer er um þessar mundir að þróa bóluefni fyrir Omicron sem verður tilbúið í mars/apríl.“

Þórólfur svaraði:

„Gott er að hafa í huga að bóluefnið verði ekki tilbúið til dreifingar fyrr en í sumar. Bóluefnið verndi bæði gegn smitum og slæmum afleiðingum, þótt það sé ekki hannað fyrir ómíkrón.
Svíar hafi jú ákveðið að bólusetja bara börn með undirliggjandi sjúkdóma. Svíar séu eitt af mjög fáum löndum í Evrópu sem hafi tekið þessa afstöðu. Miklu fleiri lönd hafa tekið sömu ákvarðanir og við. Þeir verði að taka sínar eigin ákvarðanir.“

Klippu af spurningum Margrétar sem Almannavarnir hafa birt má sjá hér að neðan.


ImageImage

2 Comments on “Útsending Stöðvar 2 á upplýsingafundi ,,datt út” þegar kom að spurningum Fréttarinnar”

  1. Þvílíka ruglið í kring um þetta, klippa á útsendingu? Sýnir bara hvaða hagsmunum þessir trúðar þjóna 🤡🤡🤡 Fréttin og Saga eru þyrnar í augum þessara atvinnulygara🤷‍♂️

  2. Sóttvarnarlæknir telur það rétta ákvörðun að bólusetja börn 5-11 ára m.a. vegna þess að eiginlega allir séu að gera það. Svíar séu svona sér á báti. Þetta er ekki rétt til að mynda hafa Bretar ekki tekið ákvörðun um c-bólusetningar þessa aldurshóps og er ólíklegt að breskur almenningur sé ginnkeyptur fyrir slíku tilboði. Læknirinn Ros Jones hefur verið áberandi í andstöðunni gegn c-bólusetningum barna og ungmenna. Hún hefur komið í fjölmörg viðtöld hjá m.a. GB news og talkRadio. Hérna er nýlegt hlaðvarpsviðtal við hana um c-bólusetningar barna.
    https://mail.google.com/mail/u/0/?tab=km#sent/QgrcJHsBpWgbrJCqlhbDXrWccFVxZPLHBXL?projector=1

Skildu eftir skilaboð