Tommy Robinson lendir í útilokunarmenningu fyrir að fjalla um nauðgunargengi

frettinErlent1 Comment

Baráttumaðurinn og aktivistinn Tommy Robinson er nú víða uppnefndur nasisti og fasisti, fyrir að berjast gegn nauðgunargengjum í Bretlandi svokölluð „grooming gangs" en Facebook hefur til að mynda bannað hann af samskiptamiðlinum og einnig gefið út viðvaranir fyrir að tala vel um hann. Þá hefur hann einnig verið útlokaður af youtube.

Robinson hélt útifund á laugardaginn var þar sem hann sýndi fyrstu heimildarmynd sína af tíu sem eiga að vekja fólk til vitundar um útbreytt kynferðisofbeldi gegn barnungum stúlkum og spillingu innan stjórnkerfisins í Telford.

Fyrsti þáttur hans beinir kastljósinu að einni stúlku, Nicole sem var seld mörgum mönnum frá 12-14 ára aldri. Hún reyndi ítrekað að kæra, hafði jafnvel DNA sönnun eftir að hafa farið í fóstureyðingu 13 ára, en málunum var ítrekað vísað frá (einn ungur Síki fékk þó dóm).

Nicole er ein þeirra 1000 stúlkna í Telford sem voru skráðar sem fórnarlömb "grooming" gengjanna. Lögreglan var með nöfn um 200 gerenda á skrá en aðeins 11 hafa þurft að svara fyrir gjörðir sínar.

Tommy segist ekki gera sér neinar vonir um að barnanauðgararnir og vændissalar verði almennt dæmdir - lögreglan sé spillt og þeirra menn hafi komið sér vel fyrir í stjórnkerfi Telford. Hann vill þó að allir viti hverjir þessir glæpamenn eru.

Antífa var með mótmæli - eins og oft áður er menn mótmæla kúgun og óréttlæti yfirvalda - og hvetja sitt fólk til baráttu gegn rasisma og fasisma en samtökin eru þögul sem gröfin um nauðgunargengin.

Heimildarmynd Tommy er á Gettr og Twitter og eflaust á fleiri stöðum vilji menn kynnast Nicole og heyra sögu hennar.

One Comment on “Tommy Robinson lendir í útilokunarmenningu fyrir að fjalla um nauðgunargengi”

Skildu eftir skilaboð