Ursula von der Leyen brotleg við reglur ESB – neitar að birta skilaboð til forstjóra Pfizer

frettinErlentLeave a Comment

Ursula von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar ESB og framkvæmdastjórn sambandsins hafa verið sökuð um misferli eftir að hafa neitað að birta textaskilaboð sem Von der Leyen sendi til forstjóra Pfizer í samningaviðræðum um kaup ESB á 1.8 milljörðum skammta af Covid bóluefninu.

Von der Leyen hefur viðurkennt opinberlega að hún hafi ítrekað sent Albert Bourla, forstjóra Pfizer, smáskilaboð vegna samningagerðarinnar í apríl á síðasta ári og sagst hafa eytt skilaboðunum síðan.

Síðan hefur komið í ljós að samkvæmt skilmálum samningsins sem talinn er vera allt að 35 milljarðar evra (29 milljarða punda) hafi Von der Leyen persónulega samið um greiðslur til Pfizer fyrir bóluefnið fyrir hönd evrópskra skattgreiðenda og sem samkvæmt samningnum hækkaði um 25% eða úr 15,50 upp 19,50 evrur fyrir skammtinn.

Umboðsmaður ESB, Emily O'Reilly, hefur nú ákveðið að með því að birta ekki skilaboðin væri Von der Leyen og framkvæmdastjórnin að brjóta gegn reglum sambandsins.

Umboðsmaðurinn hefur lagt fyrir Von der Leyen og framkvæmdastjórnina að finna skilaboðin og leggja þau fram. Það hafi ekki verið gert. Lagði hann áherslu á að „þegar kæmi að réttinum til aðgangs almennings að ESB skjölum er það innihald skjalsins sem skiptir máli en ekki tækið eða form. Ef textaskilaboð varða stefnumörkun og ákvarðanir ESB ætti að meðhöndla þau sem ESB skjöl,“ sagði umboðsmaðurinn.

Sophie in 't Veld, hollenskur Evrópuþingmaður, sagði að „kristaltæri dómurinn“ þýddi að Evrópuþingið ætti „opinberlega að gera Von Der Leyen ábyrga hafi hún eytt skilaboðunum.“

„Þetta er mikilvæg stund fyrir lýðræðið innan stofnana ESB. Það sem gerist næst mun hafa gríðarleg áhrif,“ bætti hún svo við.

Heimild

Skildu eftir skilaboð