21 árs grískur fótboltamaður deyr vegna hjartstopps í leik

ThordisErlentLeave a Comment

21 árs gamall sóknarmaður gríska þriðju deildarliðsins Ilioupoli, Alexandros Lampis, lést vegna hjartastopps í leik gegn Ermionida á First Municipal leikvanginum í Grikklandi á miðvikudag.

Aðeins voru liðnar 5 mínútur af leiknum þegar sóknarmaðurinn hné niður. Ekkert hjartastuðtæki var á leikvanginum og það tók sjúkrabíl 20 mínútur að koma á staðinn.

Þrátt fyrir tilraunir tókst ekki að bjarga Alexandros.

Ilioupoli tilkynnti þessar fréttir á samfélagsmiðli sínum og sagði: „Aleko okkar, vinur okkar, bróðir okkar, þú fórst svo óréttlátlega.“„Allt liðið, öll borgin syrgir í dag. "Engin orð... bara óbærilegur verkur og hnútur í maganum. Góða ferð Alecara."

Andlát Alexandros bætist við fjölda annarra sem orðið hafa hjá knattspyrnumönnum síðastliðið ár eða frá því byrjað var að bólusetja gegn Covid-19. Eins og fram kemur í þessari grein þá tvöfölduðust andlát knattspyrnumanna á hverjum ársfjórðungi allt árið 2021. Aðeins í desember síðastliðnum létust jafn margir knattspyrnumenn og látist hafa á heilu ári að meðatali fram til ársins 2021.

The Sun

SDNA

Skildu eftir skilaboð