Börn, sóttvarnaaðgerðir og fjöldafárssefjun

frettinInnlendar1 Comment

Eft­ir Stefni Skúla­son verkfræðing: (Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4.2.22.)

„Þar sem ár­ang­ur af sótt­varnaaðgerðum sem bein­ast að börn­um er aug­ljós­lega lít­ill er það borðleggj­andi að af­leiðing­ar aðgerða eru miklu al­var­legri en mögu­leg­ur ávinn­ing­ur.“

Um þess­ar mund­ir, í það minnsta vest­an­hafs, er um­fjöll­un um fjölda­fárss­efj­un (e. Mass Formati­on [Psychos­is]) í veld­is­vexti. Þetta nýyrði er notað yfir það ástand sem meðal ann­ars hef­ur skap­ast eft­ir stans­laus­an hræðslu­áróður í tengsl­um við um­fjöll­un yf­ir­valda og fjöl­miðla um nýju kór­ónu­veiruna. Nú er svo komið að stór hluti fólks er ófær um að sjá hætt­una sem veir­an veld­ur í réttu ljósi. Þessi teg­und veru­leika­brengl­un­ar birt­ist meðal ann­ars hjá máls­met­andi fólki sem tal­ar fyr­ir aðgerðum sem ala á sundr­ung. Það virðist þó vera að rofa til um þess­ar mund­ir og æ fleiri að vakna úr þess­ari dá­leiðslu og eru farn­ir að sjá að við erum ekki í hættu.

Í þessi tvö ár sem börn­in okk­ar hafa lifað með Sars-CoV-2-veirunni hafa þau lítið fundið fyr­ir veik­ind­um af völd­um henn­ar. Í byrj­un smituðust fá börn og þegar þau smituðust þá smituðu þau mjög lítið út frá sér. Nýj­asta af­brigðið, svo­kallað ómíkron, er greini­lega miklu meira smit­andi fyr­ir börn en á móti kem­ur að það er mun væg­ara. Á Íslandi eru börn al­mennt við góða heilsu og sjá­um við það á okk­ar töl­fræði að þau ráða vel við þessa veiru. Við verðum að treysta upp­lýs­ing­um okk­ar varðandi hversu lít­il veik­ind­in eru hjá börn­um. Það er ekki boðlegt að benda á upp­lýs­ing­ar frá lönd­um eins og Banda­ríkj­un­um hvað veik­indi varðar. Það er aug­ljóst að það er eng­inn ávinn­ing­ur af bólu­setn­ing­um barna, hvað þá með úr­eltu efni sem virk­ar ekki gegn ómíkron. Finn­ar, Sví­ar og Eng­lend­ing­ar mæla t.d. ekki með því að bólu­setja hraust börn eða hrein­lega bjóða ekki upp á það.

Einnig er vert að benda á að auk þeirra þúsunda ís­lenskra barna sem vitað er að hafa smit­ast af Sars-CoV-2 og unnið á veirunni má reikna með að ann­ar eins hóp­ur hafi smit­ast af henni án þess að vita af því vegna vægra ein­kenna, ekki síst nú á síðustu vik­um eft­ir að ómíkron tók að geisa. Eft­ir­far­andi skila­boð fengu for­eldr­ar í bréfi frá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins vegna seinni sprautu bólu­setn­ing­ar barna sem er fyr­ir­huguð í byrj­un fe­brú­ar: „At­hugið að ef barn hef­ur fengið Covid-19 þá þarf að bíða að minnsta kosti í þrjá mánuði með bólu­setn­ingu“ (let­ur­breyt­ing mín). En hyggst heilsu­gæsl­an bjóða upp á mót­efna­mæl­ingu til að ganga úr skugga um að barn hafi ekki óaf­vit­andi þegar smit­ast af veirunni?

Nú er loks verið að vinda ofan af sótt­varnaaðgerðum og þá ekki síst hvað börn varðar. Í mín­um huga er það óviðun­andi valdníðsla að börn séu sett í sótt­kví vegna tengsla við ein­hvern sem mæl­ist með þessa veiru og er jafn­vel ein­kenna­laus. Það geng­ur ekki upp að nota eina til­skip­un sem á að gilda fyr­ir alla óháð mis­mun­andi aðstæðum. Það á að vera á hendi for­eldra með ráðgjöf frá heim­il­is­lækni hversu lengi börn eru heima eft­ir veik­indi.

Þar sem ár­ang­ur af sótt­varnaaðgerðum sem bein­ast að börn­um er aug­ljós­lega lít­ill er það borðleggj­andi að af­leiðing­ar aðgerða eru miklu al­var­legri en mögu­leg­ur ávinn­ing­ur og hef­ur það átt við all­an tím­ann. Í þessu sam­hengi má nefna versn­andi geðheilsu barna, lak­ari mennt­un, minni hreyf­ingu og lé­legra ónæmis­kerfi.

Að lok­um skora ég enn á ný á heil­brigðisráðherra að biðja börn­in okk­ar af­sök­un­ar og hætta strax öll­um sótt­vörn­um sem snúa að þeim.

One Comment on “Börn, sóttvarnaaðgerðir og fjöldafárssefjun”

Skildu eftir skilaboð