Bónus hættir með grímuskyldu

frettinInnlendarLeave a Comment

Matvörukeðjan Bónus hefur lagt af grímuskyldu sem hefur verið í gildi undanfarna mánuði. Samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum þá hafa gömlu reglurnar tekið við á ný sem voru í gildi til 22. desember síðastliðinn.

Grímuskylda er því einungis í litlum rýmum þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra regluna eins og á t.d. hárgreiðslu- og snyrtistofum.

Margir gleðjast yfir þessari ákvörðun Bónus og geta nú byrjað að versla þar á ný, en fréttinni hafa borist upplýsingar um að töluvert margir sem hafa verið á móti grímuskyldunni, hafi leitað í aðrar verslanir þar sem ekki er gerð krafa um grímur.

Fjarðarkaup er ein þessara verslana sem ekki hefur verið með grímuskyldu, heldur er um val að ræða og fólk gæti að 1-2 metra reglunni eins og sóttvarnareglur kveða á um. Þá hefur verslunin Álfheimar ekki heldur verið með grímuskyldu og ekki heldur Melabúðin svo vitað sé.

Fréttinni barst einnig upplýsingar um að einhverjar verslanir ætli sér að viðhalda grímuskyldunni þrátt fyrir lítil veikindi í samfélaginu, en staðfest hefur verið af sérfræðingumOmicron er vægt afbrigði og með einkenni á við væga flensu eða kvef. Má því reikna með að viðskiptavinir sem ekki eru hlynntir grímuskyldu muni beina viðskiptum sínum annað, í það minnsta á meðan frelsi fólks er takmarkað að ósekju af umræddum verslunum.

Skildu eftir skilaboð