Kína leyfir ekki notkun mRNA bóluefna – hvað veit Kína?

frettinErlent1 Comment

Fyrsta manneskjan í heiminum til að fá mRNA Covid bóluefni utan klínískrar rannsóknar var Margaret Keenan, 90 ára ensk kona, þann 8. desember 2020.

Á þeim 14 mánuðum sem liðnir eru síðan hefur meira en 1 milljarður manna um allan heim fengið meira en 2 milljarða sprauta af mRNA tilraunabóluefni.

Enginn þeirra er í Kína þrátt fyrir að þar búi 1,45 milljarður manna og veiran hafi komið upp þar.

Kínverskt lyfjafyrirtæki skrifaði undir samning um kaup á 100 milljónum skammta af Pfizer bóluefninu í desember 2020, en enginn skammtur hefur verið gefinn í Kína. Þau efni sem Kínverjar hafa gefið þegnum sínum hafa verið frá Sinopharm og Sinovac og það eru ekki mRNA efni.

Kínversk lyfjafyrirtæki hafa verið að þróa sitt eigið mRNA efni, sem kallast ARCoV. Kínversku fyrirtækin luku klínískri bráðabirgðarannsókn sinni á efninu á mönnum fyrir 14 mánuðum, eða 2. desember 2020. Hún náði til aðeins 230 einstaklinga.

Ekki er vitað hvort kínversku lyfjafyrirtækin hafi byrjað á þriðja stigs rannsókn sem væri nauðsynlegt að framkvæma áður en Kína getur samþykkt ARCoV. Þá virðist enginn geta svarað því heldur hvort þessi þriðja stigs rannsókn verði gerð.

Í desember sl. voru fréttir af því að hvorki hósti né stuna hefði heyrst frá frá kínerskum embættismönnum mánuðum saman um það hvort leyfi fengist fyrir notkun mRNA efnisins frá Pfizer.

Eins og staðan er í dag er ekki útlit fyrir að Kínverjar muni leyfa notkun mRNA bóluefna fyrir almenning í Kína.

Það er því ekki óeðlilegt að spyrja, hvað vita þeir í Kína sem Vesturlönd vissu ekki?

Heimild

One Comment on “Kína leyfir ekki notkun mRNA bóluefna – hvað veit Kína?”

  1. Það segir sig sjálft- Kínverjar vita hvers konar eitursull þessi tilraunalyf eru og hvaða skaða þau hafa valdið

Skildu eftir skilaboð