Læknir og ráðherra Færeyinga segir gagnslaust að bólusetja gegn kórónuvírusum og grímur séu skaðlegar

frettinErlent6 Comments

Blaðamenn Fréttarinnar heimsóttu Færeyjar í síðustu viku og tóku viðtal við tvo ráðherra þar. Það fyrra var við heilbrigðisráðherrann Kaj Leo Johannesen og má lesa hér.

Í síðara viðtalinu var rætt við Jenis Kristjan Av Rana sem stýrir þremur ráðuneytum; utanríkis-, menntamála- og menningarmálaráðuneytinu. Jenis er jafnframt læknir að mennt og hefur starfað sem slíkur í 35 ár. Við ræddum meðal annars við hann um grímunotkun, bólusetningar og sóttvarnaraðgerðir.

Jenis var spurður hvernig sóttvarnaraðgerðum hafi verið háttað í Færeyjum og hvort skólum hafi til dæmis verið lokað.

Ráðherrann sagði að Færeyjar hafi líklegast verið eina landið sem ekki setti nein sóttvarnarlög sem lögreglan gat fylgt eftir, ríkisstjórnin hafi kosið að treysta fólkinu og gefa þeim einungis ráðleggingar. „Við vildum ekki skerða mannréttindi borgaranna og loka skólum eða vinnustöðum, það tekur frelsið frá fólki og því er ég alls ekki hlynntur. Skólum var einungis lokað í 2-3 vikur í fyrstu bylgjunni sem var skæðust. Síðan var mikil þrýstingur á að loka skólum viku fyrr fyrir síðustu jól en það samþykkti ég ekki, það er mikilvægt að börn fái að halda sínu frelsi og lifa eðlilegu lífi, það er mikilvægt fyrir þroska þeirra og mótun. Það var mikil umræða um þetta á þinginu og ég var mjög á móti lokunum en ég mætti fyrst mótstöðu en það hefur breyst, segir ráðherrann.

Lét ekki bólusetja sig

Jenis sagðist hafa ákveðið að láta ekki bólusetja sig, hann sem læknir hafi ekki haft neina trú á þessum bóluefnum, það taki langan tíma að þróa bóluefni og þessi bóluefni voru ekki fullprófuð, „en eins og ég lærði í læknisfræðinni þá þarf að þróa bóluefni miklu lengur og það tekur mörg ár, þessi efni voru tilbúin eftir einungis nokkra mánuði, það er undarlegt, segir ráðherrann.

Ráðherrann segist hafa mætt töluverðri andstöðu bæði frá kollegum sínum í læknisfræðinni og á þinginu í upphafi vegna ákvörðunar sinnar að fara ekki í bólusetningu og hafi mætt árásum og reiði, það hafi alls ekki verið auðvelt á köflum, en í dag hefur margt af þessu fólki og margir kollegar hans skipt um skoðun og viðurkenna nú að ráðherrann og læknirinn hafi haft rétt fyrir sér.

Ráðherrann segist einnig hafa lært í læknisfræðinni að ekki sé hægt að bólusetja gegn kórónuvírusum því þeir breytist svo hratt, eru oft harkalegir í byrjun en verða svo veikari með tímanum. Síðan koma ný afbrigði og breytingin á vírusnum er svo mikil að ekki er hægt að bólusetja gegn þeim. Þess vegna eru þessi bóluefni sem verið að nota í dag gagnslaus og úrelt því þau voru framleidd fyrir fyrsta afbrigðið og þess vegna virka þau ekki nema afar takmarkað á nýrri afbrigði.

Grímur skaðlegar og mikilvægt að anda að sér hreinu lofti

Ráðherrann og læknirinn segir grímur vera gagnslausar og hann skilji ekkert í læknum sem eru að ráðleggja fólki að nota þær á þennan hátt.

Jenis var spurður hvort grímurnar gætu verið skaðlegar séu þær ekki notaðar rétt og svaraði hann því játandi. „Grímurnar eru ekki hannaðar í þessum tilgangi heldur eru þær framleiddar fyrir lækna sem framkvæma skurðaðgerðir til að hindra að líkamsvessar eða blóð slettist á andlit í aðgerðum o.s.frv., en þær séu ónýtar eftir u.þ.b. tvær klukkustundir.

Jenis segir það mjög mikilvægt að við öndum að okkur hreinu lofti, en þegar við erum með grímur hindrar það súrefnisflæðið og við öndum að okkur koltvísýringi í gegnum grímurnar og sé þeim ekki hent fljótlega þá festast bakteríur og vírusar í grímunum og síðan andar fólk þessu ofan í lungun sem getur valdið lungnasýkingum.

Blaðamaður spurði Jenis hvort  það væri rétt að vírusar séu svo agnarsmáir að þeir smjúgi einnig í gegnum augu og eyru. Ráðherrann svaraði því játandi og því séu grímurnar gagnslausar gegn vírusum.

Ráðherrann sagði svo að lokum að hann skilji ekki alveg þessar Covid reglugerðir eða á hvaða vegferð mörg lönd eru í þeim efnum, honum hafi fundist þetta allt saman mjög sérstakt hvernig staðið væri að þessum málum víða um heim.

Engin grímuskylda hefur verið í Færeyjum nema á landamærunum þar sem Danir eru með lögsögu. Færeyingar hafa leyft fólki að ráða þessu sjálft og mjög lítið hefur verið um sjúkrahúsinnlagnir og alvarleg veikindi vegna Covid í landinu.

Í samtali við heilbrigðisráðherrann kom fram að enginn hafi látist vegna Covid í Færeyjum, en um 20 einstaklingar hafi látist með Covid. Allt voru það einstaklingar sem voru mjög veikir fyrir og áttu ekki langt eftir, krufningu þarf til að skera úr um hver nákvæm dánarorsök er.

Viðtalið má sjá hér að neðan en við biðjumst velvirðingar á því að það er ekki í góðum fókus, tæknilegir örðugleikar fylgdu nýjum búnaði.


6 Comments on “Læknir og ráðherra Færeyinga segir gagnslaust að bólusetja gegn kórónuvírusum og grímur séu skaðlegar”

  1. Alvöru menn í Færeyjum annað en trúðarnir hér sem virðast ekki vita neitt og benda svo á hvorn annan.

  2. Einmitt. Trúum skoðunum trúarnöttara og hatursmanns frekar en sérfræðilækna.

  3. Skrítinn þessi læknir sem man eftir einhverju af því sem hann lærði. Færeyingarnir hafa alveg misst af því að fá ráðleggingar frá gæða Pfizer vélmenni eins og Fáráði Guðnasyni. Eða var það Fláráður ??

  4. Rúnar. Hvernig er hægt að,”trúa ekki”, skoðunum?
    Hvaða hatur ert þú að tala um. Ekki það, að hatur sé eitthvað slæmt í sjálfu sér. Ég hata t.d. lygar og blekkingar.

  5. Ætli nokkur af þessu liði hafi komið til Ráðherranns beðið hann afsökunnar á því hvernig það lét við hann út af því að hann vildi ekki Láta bólusetja sig (hann hafi mætt árásum og reiði, það hafi alls ekki verið auðvelt á köflum)

Skildu eftir skilaboð