Ráðast Rússar á Úkraínu á miðvikudaginn?

[email protected]Uncategorized2 Comments

Jón Magnússon lögmaður skrifar:

Bandaríkjamenn halda því fram, að Rússar ætli að gera innrás í Úkraínu á miðvikudaginn og segjast hafa pottþéttar sannanir. Ekki er ljóst hvort þær eru af sama toga og færðar voru fram í aðdraganda Íraksstríðsins um gereyðingarvopn Saddam Hussein.

Bandaríkin og Evrópa hafa stutt Úkraínu frá því að bylting var gerð gegn sitjandi forseta og súkkulaðibarón var kosinn í hans stað og síðar grínleikarinn sem nú er forseti. Lífskjör eru bág og minnsta þjóðarframleiðsla þeirra fyrrum sovét lýðvelda sem eru í Evrópu e.t.v. með Moldovu sem undantekningu.

Eftir því sem fleiri þjóðarleiðtogar og utanríkisráðherrar þyrpast til Moskvu til að hitta Pútín gerir hann sér grein fyrir,að varnarsamvinna Evrópuríkja er í molum og fæst ríki eru tilbúin til að færa fórnir. Bandaríkin greiða 75% af kostnaði NATO og Evrópuríkin hafa komið sér hjá að greiða sinn skerf jafnvel þó að varnarviðbúnaður í Evrópu snúi mest að þeim. Mörg þeirra hræðast meira að Rússar skrúfi fyrir gasið til þeirra en innrás í Úkraínu.

Biden forseti er auk þess ekki andstæðingur sem nokkur óttast.

Bretar og Bandaríkjamenn sögðu Þjóðverjum 1939, að innrás í Pólland þýddi stríð við þau. Hitler hafði takmarkaða trú á því. En þá voru menn tilbúnir að berjast gegn einræðinu.

Vegna yfirvofandi innrásarhættu í Úkraínu að mati Bandaríkjamanna hafa þeir stráð hermönnum vítt og breytt í nágrenni Rússlands, en þeim er ekki ætlað að gera neitt varðandi innrás í Úkraínu.

Þýskaland var efnahagslegt stórveldi árið 1939 þegar síðari heimstyrjöld hófst, með mikinn mannafla og mikla þjóðarframleiðslu á þess tíma mælikvarða. Staða Rússa í dag er sú, að þjóðarframleiðsla Rússlands er álíka og Malasíu og efnahagur Rússlands er minni en Ítalíu og fólksfjöldinn er álíka og fólksfjöldi Þýskalands og Frakklands til samans og meira en milljón manns fluttu frá Rússlandi árið 2021. Þegar þessar staðreyndir eru skoðaðar hversu líklegt er þá að Rússar geri innrás í Úkraínu og kæmi til þess, hvernig stendur á því að sameinuð Evrópa og Bandaríkin eru ekki tilbúin til að verja landamæri stjórnarinnar í Kíev, sem þeir bjuggu til?

Nú hafa vestrænir leiðtogar opinberað vanmátt sinn og aumingjahátt og sannfært einræðisöflin í Rússlandi og Kína um að þau þurfi ekki að óttast þó Rússar taki Úkraínu eða Kínverjar Taiwan.

Það gæti kallað á enn meiri fórnir síðar en þær sem Vesturlönd þurfa að færa nú með því að sýna staðfestu og bjóða á sama tíma Rússa til samvinnu svo sem hefði átt að gera um síðustu aldamót. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að reyna að frysta úti stórveldi jafnvel þó það megi muna fífil sinn fegri.

2 Comments on “Ráðast Rússar á Úkraínu á miðvikudaginn?”

  1. Ef við leggjum niður gamlárskvöld að þá lokuðu sjálfsagt flestar flugeldaverksmiðjur heimsins. Sama gildir væntanlega um hergagnaframleiðendur í Bandaríkjunum þar sem ef ekki er verið að kasta sprengjum að þá þarf væntanlega ekki að framleiða fleiri. And thats bad for business.

    Bandaríkjunum hnignar ört vegna yfirtöku “Military Industrial Complex og Big Pharma” sem komast upp með að blóðmjólka þarlent hagkerfi með krónískum pilsfaldakapítalisma ( Chronic Crony Capitalism ) sem viiðhaldið er í skjóli keyptra stjórnmálamanna og gjörspilltra falsfjölmiðla eins og t.d. CNN, MSNBC ofl.

    Eisenhower fyrrverandi forseti USA varaði sérstaklega við uppgagni þessarar mafíu í kvjeðjuávarpi sínu.
    https://www.youtube.com/watch?v=OyBNmecVtdU

  2. Magnað að lögfræðingurinn Jón Magnússon skuli kalla forseta Úkraínu – sem líka er löglærður – grínista. Nokkuð sem gert var í aðdraganda forseta- kosninga, til að gera lítið úr Zelensky. Hér eftir mun ég eingöngu kalla Jón Magnússon grínista!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.