Þríbólusett Karl Bretaprins og Camilla, bæði í einangrun með Covid

frettinErlentLeave a Comment

Fjórum dögum eftir að prins Charles greindist með Covid hefur Camilla eiginkona hans einnig mælst með veiruna.

Prins Charles sem er 73 ára og hertogaynjan af Cornwall, Camilla, sem er 74 ára eru bæði komin í einangrun.

Charles greindist með veiruna innan við 48 klukkustundum eftir að hann hitti móður sína og drottninguna í síðustu viku og því hafa læknar fylgst grannt með heilsu hennar. Sýnataka Camillu kom hins vegar út neikvæð þann sama dag.

Elizabeth Englandsdrottning, sem er 95 ára, er ekki sögð vera með einkenni veirunnar en embættismenn Buckingham hallar hafa ekki viljað gefa upplýsingar um það hvort hún hafi farið í próf og borið við að heilsufarsmálefni hennar séu einkamál.

Að sögn fjölmiðla ytra er þetta í annað sinn sem prins Charles mælist með veiruna og það þrátt fyrir að hann hafi farið í þrjár sprautur.

Ný gögn frá stjórnvöldum í Bretlandi eru farin að sýna fram á neikvæða virkni bóluefnanna þ.e. að þau séu farin að veikja ónæmiskerfi þeirra sem hafa verið margsprautaðir.

Í ljósi þess ætti ekki að koma á óvart að margsprautaðir einstaklingar geti sýkst aftur, jafnvel þó þeir séu með konunglegt blóð í æðum sínum.

Daily Mail

Skildu eftir skilaboð