Reiner Füllmich segist hafa sannanir fyrir því að dómurum hafi verið mútað

frettinErlent1 Comment

Á sunnudag birtist myndband með Dr. Reiner Fuellmich sem ásamt lögfræðiteymi og fjölda annarra hefur unnið að því að rannsaka þá glæpi sem framdir hafa verið gegn mannkyni síðastliðin tvö ár.

Í myndbandinu segir hann m.a. frá því af hverju teymið hans hafi ákveðið að hefja réttarhöld vegna glæpanna utan hins hefðbundna réttarkerfis og fer frásögn hans í lauslegri þýðingu hér á eftir:

Við höfum sannanir fyrir því að haft hefur verið áhrif á dómara Alþjóða sakamáldómstólsins (ICC) sem og Mannréttindadómstóls Evrópu (ECHR) og fjórði hver dómari þeirra hefur fengið greitt frá George Soros og Bill Gates.

Þetta er ástæða þess að við höfum farið fram með dómnefndarmálið (Grand Jury) fyrir utan hið hefðbundna réttarkerfi. Kerfið er svo gjörspillt og það er staðreyndin í Evrópu og sérstaklega hvað varðar Þýskaland. Þetta er ekki eins slæmt þar sem dómsvaldið virkar enn eins og í hluta Bandaríkjanna og á Indlandi.

Hér í Evrópu hins vegar og þá er meðtalinn Alþjóða sakamáladómstóllinn (ICC) getum við ekki treyst dómstólunum. Ástæðan er sú að “hinir” hafa haft áhrif á mikilvægar stofnanir samfélagsins, ekki eingöngu stjórnmálin og meginstraums fjölmiðlana, heldur líka háskólana, sjúkrahúsin og dómskerfið.

Viðleitni okkar með dómnefndarmálinu er að sýna almenningi hvað er í gangi og þannig gefa honum kraft með því að sýna honum fram á að það sé ekki hægt að treysta á stofnanir samfélagsins, og almenningur átti sig á að hann þarf að rísa upp og gera eitthvað.

Þrýsta á dómskerfið, ef það er enn eðlilega starfandi, að vinna vinnuna sína og ef það gerir það ekki og getur það ekki, setja upp sitt eigið réttarkerfi. Við fólkið yrðum að setja upp okkar eigið réttarkerfi og það er þegar að gerast á vissum stöðum í Bandaríkjunum.

One Comment on “Reiner Füllmich segist hafa sannanir fyrir því að dómurum hafi verið mútað”

  1. Þessi svindlari sem er að safna peningum af fólki því hann þykist geta dregið einhverja aðila til ábyrgðar fyrir að hafa valdið skaða í faraldrinum. Þessi svindlari reyndi að fá dómara til að taka fyrir kærur sem hann hafði búið til með öðrum en dómararnir hlóu að honum og virtu ekki viðlits. Ekki lét svindlarinn þar við sitja heldur þykist núna vera að búa til sín eigin réttarhöld með einhverjum hlægilegum vídeóum á jútúb. Og biður auðvitað um pening til þess að gera það. Svo reynir hann auðvitað að breiða yfir bullið sem hann komst ekki upp með, með því að ljúga því að auðtrúa fólki að allir dómararnir séu spilltir, ss dómararnir sem neituðu að taka þátt í bullinu hans. Þannig getur hann haldið áfram að féfletta auðtrúa fólk.

Skildu eftir skilaboð