,,Heimsmet í frekju og forréttindablindu“

frettinPistlarLeave a Comment

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir frá því á facebook að Illuga Jökulssyni hafi verið mjög misboðið vegna færslu Brynjars í gær á Twitter í gær, þar sem hann segir:

Fjölmiðlamenn eru að slá í gegn sem aldrei fyrr. Nú þurfum við að verja þá gegn ofsóknum lögreglu og stjórnmálamanna. Gætum byrjað á að stofna áfallahjálparsjóð. Svo gætum við undanþegið þá frá ákvæðum hegningarlaga og laga um meðferð sakamála.

Illugi sagði Brynjar vera að hæðast að mönnum sem hefðu stöðu sakbornings við rannsókn sakamáls.

Mátti skilja að það væri hneyksli að aðstoðarmaður dómsmálaráðherra leyfði sér slíkt, segir Brynjar á facebook.

Ég var ekki að hæðast að sökuðum mönnum heldur að yfirgengilegum og ofsafengnum viðbrögðum fjölmiðlamanna við það eitt að fjórir slíkir væru boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglu og hefðu réttarstöðu sakbornings. Forréttindablinda og yfirgengileg frekja fjölmiðlamanna var mér bara um megn og komst því ekki hjá því að benda á það í hæðnistón.

Öfugt við Illuga, hef ég tilhneigingu til að taka til varna fyrir menn sem hafa verið bornir sökum. Ég hef lengi fylgst með skrifum Illuga þar sem hann hefur ráðist að sökuðum mönnum með háði og skömmum og kvartað sáran ef þeir eru ekki ákærðir og sakfelldir. En þeir hafa að vísu ekki verið verið fjölmiðlamenn og pólitískir samherjar Illuga.

Skildu eftir skilaboð