Boðað til mótmæla vegna ,,ofsókna á fjölmiðlafólki“

frettinInnlendar4 Comments

Ungliðahreyfingar Sósíalista, Samfylkingar, Pírata, Vinstri Grænna og Viðreisnar hafa boðað til mótmæla vegna yfirheyrslu lögreglunnar á fjórum blaðamönnum. Viðburðurinn ber heitið Mótmælum ofsóknum á fjölmiðlafólk og fer fram á morgun á Austurvelli.

Í tilkynningunni segir:

Fjölmennum á Austurvöll og sýnum samstöðu með frjálsum fjölmiðlum.
Að lögreglan á Norðurlandi Eystra skuli kalla til yfirheyrslu fjölmiðlafólk fyrir gagnrýna umfjöllun með erindi til almennings er óásættanleg skerðing á tjáningarfrelsi.

Fjölmiðlafrelsi er grunnstoð hvers lýðræðissamfélags og því mótmælum við þessum aðgerðum Lögreglunnar á Norðurlandi Eystra. Þær ógna frelsi fjölmiðla hér á landi til að segja frá þeim fréttum sem varða almannahagsmuni og getur verið þess valdandi að fjölmiðlar haldi ekki trausti heimildamanna sinna af ótta við lögsókn.

Því hvetjum við sem flesta til að mæta á samstöðufund á Ráðhústorgi til að mótmæla þessari aðför að fjölmiðlafrelsi og standa vörð um lýðræðið!



4 Comments on “Boðað til mótmæla vegna ,,ofsókna á fjölmiðlafólki“”

  1. Fjölmiðlafólk! Veit einhver hvar það hefur verið síðustu 2. árin?? Er það nú alltíeinu of gott að geta ekki mætt í skýrslutöku hjá lögreglunni? Ef lög hafa verið brotin þá eruð þið ekkert stikkfrí afþví að þið eruð fjölmiðlafólk!

  2. Fjölmiðlarnir eru svo frjálsir að þeir eru meira að segja búnir að fjarlægja commenta kerfin hjá sér

Skildu eftir skilaboð