Ísrael slakar á takmörkunum og opnar landið fyrir óbólusetta ferðamenn

thordis@frettin.isErlent1 Comment

Forsætisráðherra Ísrael, Naftali Bennett og heilbrigðisráðherrann Nitzan Horowitz tilkynntu í dag áætlun um að létta ákveðnum COVID-takmörkunum í tengslum við ferðalög og menntamál sem taka gildi 1. mars.

Samkvæmt nýju áætluninni verður bæði bólusettum og óbólusettum ferðamönnum á öllum aldri hleypt inn í landið, svo framarlega sem þeir skila neikvæðu PCR prófi áður en þeir fara um borð í flugið og fara í aðra sýnatöku við lendingu í Ísrael. Ísraelskir ríkisborgarar sem snúa aftur til Ísrael þurfa ekki að taka próf fyrir flug heldur aðeins við lendingu.

Óbólusettir Ísraelar þurfa ekki lengur að fara í sóttkví svo lengi sem þeir fá neikvætt PCR-próf við lendingu.

Tilkynningin kom í kjölfar þess að heilbrigðisráðuneytið mælti með því í síðustu viku að dregið yrði úr  takmörkunum þar sem fimmta bylgja smita, drifin af Omicron afbrigðinu heldur áfram að minnka.

Áætluninin gerir einnig ráð fyrir því að skólabörnum verði ekki lengur skylt að taka PCR-heimapróf frá og með næsta mánuði.

Heimild.

One Comment on “Ísrael slakar á takmörkunum og opnar landið fyrir óbólusetta ferðamenn”

  1. Hversu lengi ætla þeir að viðhalda þessum fölsku PCR prófum??? Er fólk ekki að sjá í gegnum þetta enn þá?

Skildu eftir skilaboð