,,Sei sei jú mikil ósköp”

frettinPistlar1 Comment

Jón Magnús lögmaður skrifar:

Í gær héldu ungliðadeildir vinstri flokkana og Viðreisnar fundi til að mótmæla því að lögregla leitaði upplýsinga vegna meints þjófnaðar á síma, ólöglegt niðurhald og/eða afritun af gögnum í símanum. Sérkennilegt að málefnasnauðar ungliðahreyfingar skuli finna það helst til varnar sínum sóma, að vandræðast út í lögreglurannsókn.

Af gefnu þessu tilefni komu mér í hug orð Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, úr greininni Sei sei jú mikil ósköp. Nýtt setumannaævintýri,en þar segir: Skapbrestir þessarar kæru þjóðar virðast einatt vera helsti erfiðir til þess að hún fái haldið uppi lögríki og siðuðu mannfélagi svo í lagi sé.

Maður kærði þjófnað á síma sínum og að gögn úr símanum hefðu verið afrituð án leyfis og síðan birt opinberlega. Ekki á að vera ágreiningur um það, að hér er um alvarlegt mál að ræða. Finnst ungliðum vinstri flokkana og Viðreisnar virkilega óeðlilegt að slík mál séu rannsökuð?

Árið 2005 hóf breska lögreglan rannsókn á fréttamiðlinum News International sem var í eigu auðkýfingsins Robert Murdoch. Ástæða rannsóknarinnar var grunur um símhleranir og ólöglegt niðurhal úr símum ákveðinna einstaklinga. Nokkrum árum síðar voru útgefendur og ýmsir starfsmenn fréttamiðilsins sakaður um að hafa staðið að því ólöglega athæfi, sem rannsókn lögreglu beindist að og fjöldi fjölmiðlafólks þurfti í framhaldinu bæði hjá News of the World og blaðinu The Sun að segja af sér.

Almenn reiði var í Bretlandi vegna þessa athæfis fjölmiðlafólksins og fleiri þurftu að taka pokann sinn vegna þess, að þeim var ekki vært. News International var lagt niður eftir að hafa verið gefið út í 168 ár. Ekki datt nokkrum manni eða samtökum í samanlögðu Bretaveldi að mótmæla því að lögreglan rannsakaði þetta eðlislíka mál og ólíkt vinstri ungliðunum hér, þá fordæmdi ungliðadeild stærsta vinstri flokks í Bretlandi meint athæfi og krafðist þess að lögreglan legði sig alla fram um að hið sanna yrði leitt í ljós og lögum komið yfir blaðamenn, stjórnendur og útgefendur.

Hvað veldur því að viðhorfin til eðlislíkra afbrota eru jafn ólík hjá vitfirrta vinstrinu á Íslandi og vinstri ungliðum í Bretlandi? Hvað þá með Viðreisn? Vilja ungliðar þar sverja sig í fóstbræðralag með vitfirrta vinstrinu?

Ef til vill var það rétt ályktað að hjá Nóbelsskáldinu að skapbrestir þessarar þjóðar sérstaklega vinstri elítunnar í landinu gerir það á stundum erfitt að halda uppi lögríki og siðuðu samfélagi.

One Comment on “,,Sei sei jú mikil ósköp””

Skildu eftir skilaboð