Karólínska sjúkrahúsið opnar hjartadeild fyrir íþróttafólk

frettinErlentLeave a Comment

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Solna í Svíþjóð hefur opnað hjartadeild sérstaklega fyrir afreksíþróttafólk og annað íþróttafólk sem æfir undir miklu álagi.

Við viljum draga úr skyndidauða íþróttafólks í Svíþjóð, segir Peder Sörensson, yfirlæknir í hjartalækningum.

Hin erfiða þjálfun sem afreksíþróttafólk og annað íþróttafólk stundar felur í sér mikið álag á hjartað. Í dag eru til viðmiðunarreglur í afreksíþróttum um hvernig eigi að stjórna hjartanu en fyrir annað íþróttafólk sem æfir sig mjög mikið vantar þær. Ef íþróttir eru stundaðar undir miklu álagi verður maður að vita hvort hjartað þolir það eða ekki, segir Peder Sörensson.

Karólínska stefnir á að verða miðstöð í Svíþjóð fyrir hjartavandamál tengd íþróttum.

Tímasetningin á opnun þessarar nýju hjartadeildar vekur óneitanlega athygli og líka það að sjúkrahúsið nefnir ekki sem ástæðu þau fjölmörgu hjartavandamál sem upp hafa komið hjá íþróttafólki í kjölfar bólusetninga við Covid-19.

Ekki er langt síðan Fréttin fjallaði t.d. um mál tveggja svissneskra hlaupakvenna, Fabienne Schlumpf maraþonhlaupara og Sarah Atcho spretthlaupara, sem báðar hafa glímt við hjartavandamál í kjölfar bólusetninga.

Fjöldi ungra knattspyrnumanna hafa einnig glímt við hjartavanda undanfarið. Fyrrum knattspyrnustjóri Sunderland, Lee Johnson, nefndi fyrir stuttu að bólusetningarnar gætu verið ástæðan.

Það vakti líka athygli þegar fyrrum fótboltastjarnan, Trevor Sinclair, spurði í beinni útsendingu  hvort bóluefnin gæti verið ástæða vaxandi hjartavanda meðal fótboltamanna, en þá var slökkt á útsendingunni. Fór Sinclair þá beint á Twitter og endurtók spurninguna.

Heimild

Skildu eftir skilaboð