Kanye West yfirgefur samkvæmi með tvífara Kim Kardashian

frettinErlentLeave a Comment

Kanye West sást yfirgefa samkvæmi sitt í Miami Flórída á þriðjudagskvöld með tvífara fyrrverandi eiginkonu sinnar, Chaney Jones.

Chaney sem er 24 ára þykir sláandi lík Kim Kardashian en hún sást fara baksviðs í LoanDepot Park.

Tvífarinn var klædd hvítum leðurgalla í sama stíl og Kardashian og sögur herma að West sjálfur hafi beðið tvífarann að klæðast fatnaðinum. Skiljanlega rugluðust margir og töldu söngvarann vera að yfirgefa staðinn með fyrrverandi eiginkonu sinni.

Chaney sem er Instagram fyrirsæta og áhrifavaldur er sögð vera ný kærasta Kanye, eftir að hann hætti nýlega með Uncut Gems leikkonunni, Juliu Fox.

Kardashian mætti á síðustu kynningu nýrrar plötu West til að sýna honum stuðning. Hún er núna í stödd í Mílanó á tískuviku.

Síðan þá hafa samskipti þeirra minnkað en raunveruleikastjarnan hætti nýlega að fylgja fyrrverandi eiginmanni sínum á Instagram því rapparinn hefur sýnt af sér þráhyggju og talað um að hann vilji taka aftur saman við fyrrverandi eiginkonu sína og m.a. áreitt núverandi kærasta hennar Pete Davidson.

Börn þeirra North, átta ára, og Saint, sex ára, voru í samkvæminu með föður sínum.

Eins og sjá má þá eru Kim og Chaney sláandi líkar.

Skildu eftir skilaboð