Stundar Edda Falak þöggun?

frettinPistlarLeave a Comment

Aðsend grein:

Athygli vakti í byrjun þessa mánaðar þegar Edda Falak, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur auglýsti eftir sögum um ónefndan mann sem hún sagði vera geranda í vændiskaupum. Þetta gerði hún á lokuðum hóp á Facebook “Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu” þar sem hún tilkynnti að kona hefði leitað til sín.

„Það leitaði til mín kona sem varð fyrir vændi fyrir nokkrum árum. Gerandi hennar er mjög þekktur maður í samfélaginu og virkur í umræðunni um covid. Hann hefur einnig talað opinberlega um alvarleika fíknivanda,“ skrifaði Edda.

Hún sagðist leita til hópsins í þeirri von um að einhver þekki til mannsins sem talað er um og hafi einhverjar upplýsingar um hann sem geta styrkt frásögn konunnar.

Tímasetningin og viðbrögð Kára Stefánssonar

Tímasetningin vekur óneitanlega athygli en Edda auglýsti eftir fleiri sögum sama dag og stjórnarfundur SÁÁ fór fram, þann 3. febrúar síðastliðinn. Rúmri klukkustund fyrir stjórnarfund félagsins sagði Kári Stefánsson sig úr stjórn samtakanna. Kári tjáði sig lítið til að byrja með en þann 11. febrúar fékk Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs Kára í viðtal þar sem hann spurði hann út í málið.

Þar sagði Kári: „Að mörgu leyti er þetta mjög flókið. Fólk verður að hafa rödd og til dæmis þá held ég að Edda Falak hafi gefið konum sem áttu það skilið rödd til að tjá sig. Hún hefur gert það að mörgu leyti af miklum myndarskap. En síðan er það þessi örþunna lína sem er dálítið hættuleg og það er svo miklu hættulegra en það var vegna þess að dómstóll götunnar á sér svo mikinn kraft í samfélagsmiðlum að það verður að fara varlega með þetta. En ég kann enga galdralausn á þessu og það væri þá virkilega að keyra um þverbak ef ég færi að halda því fram að menn ættu ekki að mega tjá sig kröftuglega.“

Kári hefur gert margt undir áhrifum áfengis

Þóra Kristín tjáði sig einnig varðandi Kára:

„Það er sýnu alvarlegra að fyrrverandi stjórnendur SÁÁ eru líka að hlaða í bálköst á samfélagsmiðlum fyrir Kára Stefánsson yfirmann minn og náinn vin sem hefur einnig gert margt í sinni fortíð undir áhrifum áfengis sem hann hefði betur látið ógert og situr líkt og ég í aðalstjórn SÁÁ og er löngu hættur að drekka,“ skrifaði Þóra Kristín í yfirlýsingu sinni.

Edda Falak svaraði Kára

„Þú og þínir tengdu þig alveg sjálfir við mína frásögn þar sem þolandi leitar eftir stuðningi og reynir að gefa öðrum þolendum kraft til þess að segja frá,“ sagði Edda og bætti við: „Taktu þetta ekki út á mér gamli…“

Edda gaf svo upp meiri upplýsingar um viðkomandi á Twitter, þar sem hún sagði:

„Auðvitað er það áhyggjuefni ef maður sem talar opinberlega um alvarleika fíknivanda sé síðan að nýta sér stöðu kvenna með fíknivanda og halda þeim uppi fjárhagslega gegn því að fá “heimsókn?“

Það vekur athygli að Kári Stefánsson passar við lýsingu frá Eddu Falak en hann hefur verið hávær í umræðunni um covid og einnig talað opinberlega um fíknivanda.

Yfirlýsing Frosta og viðbrögð Eddu

Athygli vakti að Frosti Logason, stjórnarmaður í SÁÁ ritaði þeim sem í stjórninni sitja eftirfarandi bréf þann 3. febrúar, daginn sem allt lék á reiðiskjálfi:

„Sælir félagar

Ég vil upplýsa ykkur aðeins um gang mála.

Þóra Kristín og Kári Stefánsson hafa ákveðið að draga sig alfarið úr stjórn samtakanna vegna þeirrar ofbeldishegðunar sem Arnþór Jónsson og félagar hafa verið að sýna af sér í dag eins og á liðnum árum.

Það skal tekið hér fram að Edda Falak hefur staðfest það við Arnþór að ekki sé um Kára Stefánsson að ræða í þessum orðrómi um vændiskaup sem hún var að fiska eftir á samfélagsmiðlum.

Eftir stendur að ítrekað ofbeldi Arnþórs og félaga heldur áfram að eyðileggja fyrir okkar ágætu samtökum og það er miður.

Ég vildi bara hafa ykkur upplýst um þetta."

mbk Frosti.

Edda Falak dró í land: „Bless bæði tvö”

Edda tjáði sig svo fljótlega á Twitter þar sem hún sagði Frosta að róa sig og ritaði jafnframt:

„Ég ætla ekki að greina frá því hver þessi maður er. Ég svaraði konu úr stjórn SÁÁ og þessum fyrrverandi formanni SÁÁ í hálfkæringi, þetta var innihaldslaust svar af því að ég þarf ekki að svara fyrir neitt, enda er ég fyrst og fremst bundin trúnaði gagnvart þolandanum og í öðru lagi hef ég engan áhuga á að taka þátt í einhverri pólitík innan SÁÁ.“

Eftir að Þóra Kristín dró framboð sitt til baka og Kári Stefánsson steig niður úr stjórn SÁÁ, deildi Edda Falak fréttinni á Twitter með orðunum „Flott. Bless bæði tvö.“

Afvegaleiðing málsins og einkaviðtal Reynis við Kára

Endurbirting Mannlífs á viðtali sem fjölmiðillinn tók við Björn Inga Hrafnsson 10. maí 2021 vakti mikla athygli og ekki síst tímasetningin. Þann 8. febrúar endurbirti Mannlíf viðtalið við Björn Inga þar sem hann ræddi um einlæga iðrun í tengslum við #MeToo-byltinguna undir fyrirsögninni: „Einlæg iðrun Björns Inga vegna MeToo: „Hvet aðra karlmenn til að stíga fram og biðjast afsökunar“

Björn Ingi var einn af þeim sem láu undir grun eftir að Edda kallaði eftir upplýsingum um manninn sem „talað hafði mikið um Covid“. Mátti sjá á athugasemdum að margir héldu að þarna væri Björn Ingi að tala inn í nýtt mál en svo reyndist ekki vera. Í viðtalinu talar hann á almennum nótum og um edrúmennskuna og neðst í viðtalinu er tekið fram að það hafi upphaflega birst í maí í fyrra. Björn Ingi viðurkenndi því ekki neitt nýtt.

Sjaldgjæft er að fjölmiðlar endurbirti slík viðtöl en tímasetningin á þessari endurbirtingu vekur ekki síst athygli þar sem spennan var mikil vegna málsins á þessum tímapunkti.

Þremur dögum seinna, þann 11. febrúar birtist einkaviðtal Reynis Traustasonar við Kára Stefánssonar með fyrirsöginni „Einlægur og ljóðelskur Kári Stefánsson: Sorgin eftir missi eiginkonunnar og slagurinn innann SÁÁ.”

Stundar Edda Falak þöggun?

Athygli vekur að Edda Falak hafi opinberlega auglýst eftir fleiri sögum en þetta er í fyrsta sinn sem hún beitir slíkum vinnubrögðum. Hingað til hefur hún fengið þolendur í viðtal til sín og í kjölfarið hafa fleiri stigið fram.

Hvað stöðvaði Eddu í að birta umrætt viðtal, stundar Edda Falak þöggun? Eitthvað sem hún sjálf hefur hingað til gagnrýnt aðra fyrir.

Edda tilkynnti að hún væri með konu sem hefði selt vændi og að hún vissi hver kaupandinn væri, umrætt viðtal birtist aldrei og tjáði hún sig ekki frekar um hver maðurinn væri.

Frettin.is hafði samband við Eddu við gerð fréttarinnar, Edda kaus að tjá sig ekki og svarar ekki spurningum fréttamanns.

Heimildir:

https://www.dv.is/frettir/2022/02/03/hvernig-raetin-kjaftasaga-sprottin-af-posti-eddu-falak-vard-til-thess-ad-thora-kristin-og-kari-haettu-saa/

https://www.mannlif.is/veftv/einlaegur-og-ljodselskur-kari-stefansson-sorgin-eftir-missi-eiginkonunnar-og-slagurinn-innnan-saa/

https://www.dv.is/frettir/2022/02/03/hvernig-raetin-kjaftasaga-sprottin-af-posti-eddu-falak-vard-til-thess-ad-thora-kristin-og-kari-haettu-saa/

https://www.mannlif.is/frettir/innlent/edda-falak-eg-svaradi-thessum-arnthori-i-halfkaeringi/

https://www.mannlif.is/frettir/innlent/edda-falak-eg-svaradi-thessum-arnthori-i-halfkaeringi/

https://www.youtube.com/watch?v=M299ezNxMv4&ab_channel=Mannl%C3%ADf

https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/bjorn-ingi-ekki-buinn-ad-vidurkenna-neitt-nytt/

https://www.mannlif.is/frettir/jonas-gerdist-graenkeri-med-fikti-mer-leid-eins-og-eg-aetti-ad-vera-i-algjorri-orvaentingu/

https://www.mannlif.is/veftv/einlaegur-og-ljodselskur-kari-stefansson-sorgin-eftir-missi-eiginkonunnar-og-slagurinn-innnan-saa/

 

 

Skildu eftir skilaboð