Tvískinnungur hjá Facebook varðandi Úkraínustríðið

frettinIngibjörg Gísladóttir, PistlarLeave a Comment

Facebook tekur þátt í stríðinu í Úkraínu með því að leyfa notendum sínum að mæra hina úkraínsku Azov herdeild sem var áður bannað.

Í fyrra birti Intercept lista yfir þá hópa sem voru á bannlista Facebook og þá var herdeildin sett í sama flokk og Íslamska ríkið og Ku Klux Klan.

Fjölmiðlar hafa hingað til almennt sameinast um að fordæma Azov herdeildina sem öfga-hægrimenn og ný-nasista sem séu sekir um hryðjuverk gegn borgurum Úkraínu en nú kveður við annan tón.

Ætti mat Facebook á hvaða hópar séu óæskilegir ekki að byggja á staðreyndum frekar en pólitískri hentistefnu Bandaríkjastjórnar?

Heimild

Skildu eftir skilaboð