Kjarnorkustöðvar í viðbragðsstöðu vegna aðgerða og heiftúðlegra yfirlýsinga Vesturlanda

frettinErlentLeave a Comment

Vla­dimir Pútín, for­seti Rúss­lands, hef­ur fyr­ir­skipað kjanorkusveitum Rússa að vera í viðbragðsstöðu vegna heiftúðlegra yfirlýsinga leiðtoga Vesturlanda.

Vestræn ríki grípa ekki aðeins til óvinsamlegra efnahagsaðgerða gegn landi okkar, heldur gefa leiðtogar helstu NATO-ríkja út heiftúðlegar yfirlýsingar um landið okkar. Því hef ég fyrirskipað her­sveit­um Rússa sem sjá um fæl­ing­ar­vopn að vera í viðbragðsstöðu, segir Putin“. En und­ir slík vopn flokk­ast meðal ann­ars kjarn­orku­vopn.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti lokun loftrýmisins á Twitter nú í morgun og bætist Ísland þar með í hóp Finnlands, Búlgaríu, Tékklands, Eistlands, Þýskalands, Litháen og Póllands sem öll hafa lokað á rússneskar flugvélar.

Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Rússneskir diplómatar og viðskiptaðailar fá ekki að koma til landsins og  búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 

Skildu eftir skilaboð