Hæstiréttur Nýja Sjálands dæmir bólusetningaskyldu lögreglu- og hermanna ólögmæta

frettinErlentLeave a Comment

Á föstudag dæmdi Hæstiréttur Nýja Sjálands bólusetningaskyldu lögreglu- og hermanna ólögmæta. Það var Ryan Yardley rannsóknarlögreglumaður og lögreglumaður til 25 ára sem fór í mál við ríkisstjórn landsins eftir að honum var sagt upp vegna þess að hann vildi ekki láta bólusetja sig við Covid-19.

Núna í dag hefur lögmaður hans, Matthew Hague, ritað bréf til forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardnern, og gefið ríkisstjórninni frest til föstudagsins 4. mars nk. til að afnema allar reglur um mismunun borgaranna þar með talið bólupassana. Verði það ekki gert munu verða höfðuð fleiri dómsmál gegn ríkisstjórninni.

Lögmaðurinn Matthew Hague hefur farið með mál rúmlega 200 fyrrum starfsmanna lögreglu og hersins sem misstu störf sín vegna þvingunaraðgerða ríkisstjórnarinnar. Núna er mögulegt að þetta fólk muni fljótlega aftur geta snúið til vinnu afnemi ríkisstjórnin reglurnar um mismunun borgaranna og ekki þurfi að koma til frekari málaferla fyrir dómstólum.

Heimild

Skildu eftir skilaboð