Tónlistarmaðurinn HYPEON gefur út nýtt lag

frettinInnlendarLeave a Comment

Tónlistarmaðurinn HYPEON sem er þrítugur að aldri og kemur frá Moldovíu, er bæði plötusnúður og framleiðandi sem hefur verið búsettur á Íslandi í um 7 ár.

HYPEON þykir einstaklega fær á sínu sviði og hefur mikla þekkingu á sviði tónlistar en hann vinnur aðallega að tveimur tónlistarstílum þ.e. melódísku teknó og funky-groove teknó húsmúsik. Tónlistarmaðurinn reynir að hafa þau áhrif með tónlist sinni, að sérhver hlustandi geti lifað sig inn í tónlistina og fundið strauminn koma frá taktinum.

HYPEON hefur komið fram á sviði frá því frumraun hans í tónlistarheiminum hófst árið 2009 og kemur hann fram með nýtt útlit í hvert skipti. Tilgangurinn er að koma áhorfandanum á óvart með svífyrðilegri frammistöðu, segir HYPEON . Tónlistarmaðurinn segir að það sé mikilvægt hvernig hann líti út á sviðinu og er hluti af hans listsköpum. Þegar listamaður er að flytja frábæra tónlist með flottum stíl, þá er nokkuð öruggt að sýningin verði heppnuð,segir HYPEON.

Lagið verður hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum. Lagið er samið með bandaríska tónlistarmanninum Samtar og heitir - Leave Your Soul Behind (ft. Samtar) og kemur út þann 11. mars næstkomandi.

Brot úr laginu er að finna hér að neðan og einnig er hægt hlusta á tónlist hans á Spotify í spilaranum.


Skildu eftir skilaboð