Eru kjörnir fulltrúar orðnir strengjabrúður auðmanna í WEF – er lýðræðið óvirkt?

frettinErlentLeave a Comment

Það er eðlilegt að spurt sé hvers vegna er þessi áhrifamikla, ólýðræðislega hnattræna eining World Economic Forum (WEF) eiginlega til og fyrir hvað hún stendur.

Kjörnir fulltrúar í miklum tengslum við hið ólýðræðislega WEF

Þegar kanadíski þingmaðurinn, Colin Carrie, úr Íhaldsflokknum, spurði ríkisstjórn Justin Trudeau forsætisráðherra nýlega hversu margir kanadískir ráðherrar væru í raun „þátttakendur í áætlun World Economic Forum“ - áður en samband hans „rofnaði“ á fjarfundinum – átti hann og Kanadabúar sem hann er fulltrúi fyrir skilið að fá heiðarleg svör frekar en ásakanir um að vera að dreifa „röngum upplýsingum“ eins og vinstri sinnaði þingmaður Nýja Demókrataflokksins, Charlie Angus, gerði.

World Economic Forum (WEF), í daglegu tali þekkt sem Davos, fyrir þá sem þekkja hina árlegu pílagrímsferð alþjóðlegu yfirstéttarinnar til samnefnds bæjar í Sviss, hefur verið mjög til umræðu undanfarin tvö ár, einkum í tengslum við Covid-19 faraldurinn.

Skömmu fyrir Covid heimsfaraldurinn, 15. október 2019, tilkynntu samtökin að þau myndu halda „æfingu til að undirbúa kjörna leiðtoga sem og leiðtoga einkageirans fyrir viðbrögð við heimsfaraldri.“ Ef það hljómar einkennilega tilviljun, verið viðbúinn, því þetta verður enn undarlegra.

Þegar Justin Trudeau talaði á fjarfundarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna haustið 2020 lyfti hann augabrúnum, með vísbendingu um hugsanleg tengsl milli heimsfaraldursins og WEF. „Þessi heimsfaraldur hefur veitt tækifæri til endurstillingar (reset),“ sagði Trudeau. „Þetta er tækifæri okkar til að flýta fyrir ætlun okkar að endurmynda efnahagskerfin sem í raun takast á við hnattrænar áskoranir eins og mikla fátækt, ójöfnuð og loftslagsbreytingar,“ bætti hann við og kallaði fram „endurstillinguna,“ hugmyndafræði sem WEF hefur kynnt mikið frá upphafi heimsfaraldursins, til að nota ástandið sem tækifæri til að breyta í grundvallaratriðum hvernig þróuð samfélög virka.

Það var í ágúst 2021 sem hollenski þingmaðurinn Gideon van Meijeren spurði Mark Rutte forsætisráðherra um bréf sem hann skrifaði til Klaus Schwab stofnanda WEF þar sem hann sagði að bók Schwab, "Covid-19: The Great Reset" sem gefin var út í 9. júlí 2020, á fyrstu mánuðum heimsfaraldursins, hefði „hvatt hann til að byggja betur upp aftur.“ (e. build back better). Þessi setning er líka nafnið á löggjafaráætlun Joe Biden bandaríkjaforseta, sem felur í sér aukna yfirfærslu auðs inn í gruggugt svarthol loftslagsbreytinga og „samfélagsleg útgjöld.“

Engar tilviljanir – kjörnir fulltrúar eru innrættir í WEF

Það væri auðvelt að líta á þetta sem hrollvekjandi orðræna tilviljun, ef það væru ekki til staðar raunveruleg tengsl milli Schwab, Davos og kjörinna fulltrúa almennings eins og Rutte og Trudeau. Þetta eru tengsl sem jafnvel Schwab sjálfur hefur stært sig af. Árið 2017 sagði hann við áhorfendur við John F. Kennedy School of Government í Harvard: „Það sem við erum mjög stolt af er unga kynslóðin, eins og Trudeau forsætisráðherra... Við komum okkar fólki í stjórn.“

Hann er ekki að grínast. Núverandi fjármálaráðherra og varaforsætisráðherra Kanada, Chrystia Freeland, er í sjóðsstjórn WEF ásamt fyrrverandi bankastjóra seðlabanka Kanada og Englandsbanka, Mark Carney.

Og ekki er langt síðan það sást til þessarar sömu Chrystia Freeland tilkynna um frystingu eigna og aðgerða gegn flutningabílstjórum og stuðningsmönnum þeirra í Kanada sem höfðu mótmælti bólusetningaskyldu og frelsistakmörkunum stjórnvalda vegna Covid.

Þá lýsti Carney nýlega mótmælum Frelsislestarinnar í Kanada sem „uppreisn“ í móðursýkislegri grein sem birt var í dagblaðinu Globe and Mail.

WEF á a.m.k. einn fulltrúa í ríkisstjórn Íslands, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið þátt í störfum WEF.

Almenningur aldrei samþykkt að fylgja vilja WEF

Það er eðlilega rökrétt þegar almenningur fer að sjá "World Economic Forum" vörumerkið sýnilegt á þeim sem grípa til, eða tala opinberlega fyrir, harkalegum og áður óþekktum takmörkunum á frelsi almennings, að farið sé að spyrja spurninga um það hvers konar ítök þessi samtök hafa.

Í engu landi hefur almenningur kosið það eða samþykkt að fylgja markmiðum WEF. Og það er umdeilt hvort nægilegur fjöldi myndi í raun og veru gera það. Samkvæmt vefsíðu WEF fela markmið WEF í sér aukna stafræna samþættingu og stafræna væðingu, „brýn“ viðbrögð vegna loftslagsbreytingum og sýn á „fjórðu iðnbyltinguna“ sem „einkennist af margvíslegri nýrri tækni sem sameinar hinu líkamlega, stafræna og líffræðilega heima, sem hafa áhrif á allar greinar, hagkerfi og atvinnugreinar, og jafnvel ögrandi hugmyndir um hvað það þýðir að vera manneskja. Samtökin eru einnig að kanna hugmyndina um „mannlega eflingu“.

Lýðræðislega kjörnir fulltrúar strengjabrúður WEF

Og þetta eru bara atriðin sem eru opinber. Þetta hljómar allt eins og WEF hafi tilhneigingu til að skapa dystópískan veruleika, sérstaklega í samhengi við áður óhugsandi og mjög svo íþyngjandi ráðstafanir sem lýðræðislegar ríkisstjórnir hafa gripið til vegna hollustu sinnar við WEF undanfarin tvö ár.

En hver, eða hvað, hefur áhrif á stofnunina (WEF) sjálfa? Mikinn lista yfir fjölþjóðlega aðila með trúnaðarskyldur til að auka auð hluthafa, má sjá á vefsíðu samtakanna.

WEF vill að almenningur trúi því að allt sem það geri sé fyrir hagsmuni almennings. En það er erfitt að ímynda sér hvað bakhjarlar samtakanna græða í raun með því að styðja hinn venjulega almenning frekar en að hafa stjórn á honum.

Engu að síður, það sem er áberandi augljóst er að WEF þjóna sem innrætingarsamtök sem tala fyrir samræmdum alþjóðlegum markmiðum sem eiga að hæfa öllum og sem eiga að koma í stað hinnar vestrænu samfélagsgerðar.

Það er fátt ólýðræðislegra en að kjörnir fulltrúar þjóða þjóni öðrum herrum en fólkinu sem kaus það til starfa.

Það er því mikilvægt að varpa miklu meira ljósi á þessi alþjóðlegu áhrifasamtök, þá sem toga í strengi strengjabrúðanna, sem samtökin hafa innrætt með markmiðum sínum, og að hve miklu leyti markmið WEF síast niður í daglegt líf okkar.

Heimild

Skildu eftir skilaboð