Efnahagsþvinganir og hernaðarleg afskipti verði aðeins til að fleiri munu falla í valinn

frettinPistlarLeave a Comment


Viðbrögð Democratic Socialists of America (samtaka þar sem Bernie Sanders er meðlimur) við innrás Rússa í Úkraínu voru að fordæma hana en jafnframt fordæmdu samtökin heimsvaldasinnaða útþenslustefnu Bandaríkjanna sem hafi valdið þessu vandamáli og vilja láta leggja NATO niður. Þau vilja meina að efnahagsþvinganir og hernaðarleg afskipti Bandaríkjastjórnar verði aðeins til að fleiri munu falla í valinn og skora á friðarsinna í BNA og víða um heim að vinna gegn stigmögnun deilunnar og krefjast varanlegrar lausnar með samningum. Lokaorð yfirlýsingar þeirra voru: Ekkert stríð nema stéttastríð.

Pútin hefur lengi krafist þess að hin nasíska og ofur-þjóðernissinnaða Azov herdeild sem er hluti af herafla Úkraínu og hefur verið Rússum í austurhluta landsins skeinuhætt yrði lögð niður. Snemma á þessu ári lögðu Rússar fram ályktun hjá Sameinuðu þjóðunum um að berjast gegn dýrkun nasisma og ný-nasisma. Langflest ríki heims samþykktu ályktunina (49, þar á meðal Ísland sátu hjá) en Bandaríkin og Úkraína höfnuðu tillögunni. Að hafa herdeild nýnasista í Úkraínu er það ekki eins og að hafa KKK herdeild í BNA? Hvernig getur mönnum fundist það í lagi?

Á Aljazeera mátti líta þann 28. febrúar frétt um að úkraínskar hersveitir mökuðu svínafeiti á kúlur sem ætlaðar væru hinum múslímsku hersveitum Ramzan Kadyrov sem Pútín studdi til valda í Téténíu og styður hann á móti gegn hersveitum Úkraínu. Myndbandi af þeim verknaði fylgdu skilaboð um að svínafeitinni væri ætlað að varni himnaríkisvist þeirra er féllu fyrir þeim kúlum. Slíkar ögranir af hendi manna er Bandaríkjastjórn styður eru ekki líklegar til að stuðla að heimsfriði.

Image

Skildu eftir skilaboð