Einn fremsti krikketleikmaður allra tíma látinn 52 ára – hjartaáfall talin dánarorsök

frettinErlentLeave a Comment

Ástralinn Shane Warne, einn besti krikketleikmaður allra tíma er látinn, 52 ára að aldri. Dánarorsök er talin vera hjartaáfall.

Hann fannst meðvitundarlaus í einbýlishúsi sínu á tælensku eyjunni Koh Samui á föstudag, sagði félagið hans.

„Það er með mikilli sorg sem við upplýsum að Shane Keith Warne hafi látist, þar sem grunur er um hjartaáfall,“ bætti félagið við.

„Þrátt fyrir fagleg viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks tókst ekki að endurlífga hann.

„Fjölskyldan óskar eftir að fá frið á þessum erfiðu tímum og mun veita frekari upplýsingar þegar fram líða stundir.

Árið 2000 var Warn tilnefndur einn af fimm Wisden krikketleikurum aldarinnar, ásamt Sir Donald Bradman, Sir Garfield Sobers, Sir Jack Hobbs og Sir Viv Richards.

Hann hætti að spila alþjóðlegt krikket árið 2007 eftir 5-0 sigur Ástralíu á Englandi á heimavelli.

Heilbrigðisráðherra Ástralíu, Greg Hunt, er meðal þeirra sem vottar fjölskyldunni samúð sina.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð