Úkraína, NATO og Katrín Jakobsdóttir

frettinInnlendar2 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Í gær fór forsætisráðherra íslenska lýðveldisins, Katrín Jakobsdóttir til sérstaks fundar við Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO. Í yrirlýsingu eftir fundinn segir,að þau Jens og Katrín hefðu rætt framtíðarstefnumótun NATO og áhrif innrásar Rússa í Úkraínu á öryggismál Evrópu.

Þrátt fyrir þessa sameiginlegu fréttatilkynningu, þá lætur Katrín Jakobsdóttir, sem hún hafa verið á einhverjum allt öðrum fundi og annarra erinda en opinbera yfirlýsingin segir til um.

Í viðtali við íslenska sjónvarpið að loknum fundinum sagði Katrín, að hún og flokkur hennar væru andsnúin NATO og þau í VG vildu eiga góð samskipti við allar þjóðir og Evrópusambandið og þetta sýndi hvað friður væri mikilvæg forsenda. Einmitt?

Katrín var ekki að koma af fundi með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna,Evrópusambandsins eða einhvers alheimsfriðarráðs. Hún var að koma af fundi með framkvæmdastjóra NATO. Viðfangsefni snúast um mikilvægi NATO aðildar til að tryggja öryggi Íslands og frið í Evrópu. Um það hefur aðild að NATO alltaf snúist. 

Þegar forsætisráðherra Íslands mætir til NATO fundar og tekur þátt í stefnumótun bandalagsins, en telur samt á sama tíma, að sér komi bandalagið ekki við, þá verður vart lengra komist í að tala tungum tveim og bulla alla vega með annarri. 

Er ekki mál til komið að einhver þingmaður spyrji Katrínu Jakobsdóttur sérstaklega eftir því á Alþingi hver afstaða hennar er til öryggismála þjóðarinnar og hvort hún telur að NATO skipti þar mikilvægu máli. Sé forsætisráðherra ekki þeirrar skoðunar, þá dæmir hún sig úr leik til að sækja fundi á vegum bandalagsins. En það hefði Katrín átt að vita fyrir löngu og hún getur ekki bæði haldið og sleppt. Haldið í NATO erlendis og vélað um málefni þess, en afneitað bandalaginu síðan innanlands.

Svona afstaða er ekki einu sinni sæmandi ráðherra hvað þá forsætisráðherra á ögurstundu. 

2 Comments on “Úkraína, NATO og Katrín Jakobsdóttir”

  1. Hvernig á maður að taka mark á þér þegar þú svaraðir ekki ásökunum mínum um spillingu varðandi Geirfinnsmálið. Ég tel að allar ásakanir mínar hafi verið réttar, þar sem ég fékk ekki hin minnstu viðbrögð frá þér. Ég held að þið frímúrararnir séuð allir á einni leið!

  2. Trumpet, þetta er góð spurning hjá þér og auðvitað á maðurinn að sýna þann manndóm að svara þér, ég hef alltaf litið á Jón Magnússon sem hræsnara, og vissulega kemur hann úr siðblindu kerfi lögmannsfrímúrarna. Ég er nokkuð viss að Jón kallinn er einn af klappstýrum NATO hann var allavega forritaður til þess í upphafi.

Skildu eftir skilaboð