Rússland setur Ísland á lista óvinveittra þjóða

frettinErlentLeave a Comment

Rússland hefur nú bætt Ís­landi við á list­a ó­vin­veittr­a ríkj­a gegn Rúss­land­i. Yfir­völd í Rúss­land­i sam­þykkt­u list­ann í dag en á hon­um má finn­a ríki sem hafa stutt við refs­i­að­gerð­ir gegn þeim eft­ir að inn­rás rúss­neskr­a yf­ir­vald­a hófst í Úkra­ín­u fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um, reikna má með að sú ákvörðun íslenskra yfirvalda að senda flugvél með hergögnum til Úkraínu, hafi haft þar áhrif. Íslenskur almenningur var ekki hafður með í ráðum, áður en sú stóra ákvörðun var tekin.

Rúss­nesk yf­ir­völd settu Ísland, ásamt 47 öðrum ríkj­um, á lista yfir „er­lend ríki og landsvæði sem fremja óvin­veitt­ar aðgerðir gegn Rússlandi, fyr­ir­tækj­um þess og borg­ur­um“.

Á list­an­um eru Alban­ía, Andorra, Ástr­al­ía, Banda­rík­in, Evr­ópu­sam­bandið (27 aðild­ar­ríki), Ísland, Jap­an, Kan­ada, Liechten­stein, Míkrónesía, Mónakó, Nor­eg­ur, Norður Makedón­ía, Nýja Sjá­land, San Marínó, Singa­púr, Suður-Kórea, Svart­fjalla­land, Sviss, Taív­an og Úkraína.

Ákvæðin ná til allra rík­is­borg­ara og lögaðila í þeim ríkj­um sem hafa tekið þátt í þving­un­araðgerðum gegn Rússlandi í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un rúss­nesku frétta­stof­unn­ar TASS.

Skildu eftir skilaboð