Flórída fyrst ríkja til að mæla opinberlega gegn bólusetningu heilbrigðra barna

frettinErlentLeave a Comment

Æðsti heilbrigðisfulltrúi Flórída sagði á mánudag að ríkið myndi mæla gegn COVID-19 bóluefninu fyrir heilbrigð börn, þvert á leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (FDA).

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, boðaði til. Landlæknir Flórída, Dr. Joseph Lapado, vísaði til rannsókna sem sýndu annars vegar að COVID dauðsföll meðal heilbrigðra barna væru fátíð og hins vegar að aukin hætta væri á aukaverkunum eins og hjartavöðvabólgu meðal ungra bólusettra drengja.

„Heilbrigðisráðuneytið í Flórída mun verða fyrsta ríki Bandaríkjanna sem mælir opinberlega gegn notkun COVID 19 bóluefna fyrir heilbrigð börn,“ sagði Lapado í rúmlega 90 mínútna pallborðsumræðum.

Heimild, Heimild.

Skildu eftir skilaboð