Stríðið í Úkraínu: Hin hliðin sem fær ekki athygli vestrænna stjórnvalda

frettinErlent3 Comments

Anne-Laure Bonnet er franskur stríðsfréttamaður sem hefur verið í Úkraínu síðan 2015. Hún gerði átakanlega heimildarmynd um það skelfilega ástand sem ríkt hefur þar í landi undanfarin 8 ár.

Það eru alltaf tvær hliðar á skildingnum en önnur þeirra fær ekki neina athygli á meðal meginstraumsfjölmiðla.

Bonnel hefur sýnir með sinni vönduðu heimildarmynd sem kom út árið 2015 hina hliðina á málinu í Úkraínu sem er gott og vel því allar hliðar eiga að fá að heyrast, þess vegna fjallar Frettin.is um málið.

Fólkið í Donbass hefur orðið fyrir árás Úkraínuhers, hinir svokölluðu „Úkraínu nasistar“.

Úkraínuher hefur murkað lífið úr óbreyttum borgurum þar á meðal börnum og konum; sjúkrahús og skólar hafa verið skotmarkið í átta ár, og fátæktin er gríðarleg þrátt fyrir ógrynni af auðlindum og miklum auð landsins. Enginn frá meginstraumsmiðlunum, né vestrænum stjórnvöldum, hefur minnst á skelfilega stöðu þessa fólks frá því árið 2014 til þessa.

Heimildarmyndin sem er vægast sagt átakanleg gefur allt aðra sýn á stöðu mála en við fáum almennt að heyra og má horfa á hér að neðan, myndin er um klukkustunda löng og því tilvalið að velja sem bíómynd kvöldsins fyrir þá sem vilja fræðast betur um ástandið á þessum slóðum.

Nýlegt viðtal við kvikmyndagerðakonuna má einnig sjá hér.


3 Comments on “Stríðið í Úkraínu: Hin hliðin sem fær ekki athygli vestrænna stjórnvalda”

  1. Ég hef verið reglubundið í Úkraínu frá því 1992, þekki nokkuð vel til mála í Donbass,
    Við verðum að fara allt aftur til valdatíma Stalins til að þekkja atburði sögunnar, því miður
    virðist Bonnet gleyma því, hvort það sé vísvitandi eða ekki skal ég ekki leggja mig í.

  2. Ég sé hundruðir myndbanda frá báðum hluðum og vil að þið farið í burtu.

  3. Það hefur verið vitað árum saman að ríkisstjórnir Piotrs Poroshenkos og síðar Zelenskyys hafa verið jafn gegnumsýrðar af spillingu og ríkisstjórn Joes Biden er.
    Bandaríkjaher hungrar eftir stríði við Rússland en eru of miklar bleyður til að efna til styrjaldar beint og nota þess vegna Úkraínumenn sem peð. Bandaríkjamenn eru ákafir í að fórna lífi þessara saklausu borgara, karla, kvenna og barna sem „dispensible collateral“ og munu síðan eigna sér allan heiðurinn fyrir að hafa unnið stríðið í lokin. En munu auðvitað þegja um allt það enginn mátti vita um hvað var raunverulega í gangi þar.
    Að kenna Stalin, nazistunum, Krutshov, Gorbachov o.fl. um allt það sem hefur farið aflaga í Úkraínu í fortíðinni afsakar ekki hvernig málum er háttað í dag. Um leið og Úkraína varð sjálfstæð, hefði fyrsta ríkisstjórnin átt að byrja að hreinsa út sovézka skítnum, en það var ekki gert.

Skildu eftir skilaboð