Ítalía setur Covid bólusetningu sem skilyrði fyrir flóttafólk frá Úkraínu

frettinErlentLeave a Comment

Úkraínskir ​​flóttamenn sem koma til Ítalíu verða að fara í Covid bólusetningu eða fara í PCR próf á 48 klukkustunda fresti, að sögn Mario Draghi forsætisráðherra. Þetta tilkynnti hann miðvikudaginn 9. mars.

Ítalski fréttamiðillinn, Il Tiempo, birti afrit af allri ræðu Draghi, þar sem forsætisráðherrann sagði: „Heilsufarslega samþykkja allir flóttamenn sem koma hingað annað hvort að fara í PCR próf á 48 tíma fresti eða að láta bólusetja sig.“

Í gærkvöldi sýndi RÚV viðtal við Sigríði Dóru Magnúsdóttur framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins varðandi komu flóttamanna frá Úkraínu hingað til landsins:

„Það er eitt af því [Covid-19] sem er skimað fyrir,“ sagði Sigríður. „Við vitum að það er ekki mikið um bólusetningar í þessum hópi. Þannig að við munum bjóða þeim bólusetningar eins og öllum sem koma. Þannig að við leggjum áherslu á að þau fái bólusetningar. Við vitum að þetta er fólk sem verður á ferðalagi oft við erfiðar aðstæður í miklum þrengslum og þá er alltaf hætta á smiti,“ segir Sigríður Dóra.

Sigríður Dóra hefur ekki svarað erindi um hvort dvalarleyfi flóttamannanna verði að einhverju leiti skilyrt við bólusetningar og/eða PCR próf eins og á Ítalíu og einnig hvort fólkinu verði boðið upp á mótefnamælingu við Covid áður en því verður boðið bólusetning sbr. það sem Sigríður segir um að fólk sem er á miklu ferðalagi eigi það á hættu að smitast.

Ef verið er að skima fólk fyrir Covid við komuna til landsins er það brot á reglum, því búið er að afnema allar slíkar ráðstafanir á landamærunum. Flóttafólk smitast ekkert frekar en annað fólk á ferðalögum. Það væri því mismunun gagnvart flóttafólkinu.

Spurningin er, hvernig verða svokallaðar Covid bólusetningar, sem hvorki hindra smit né Covid veikindi, kynntar fyrir flóttafólkinu hér á landi þar sem um 80% þjóðarinnar hefur þegar fengið veiruna þrátt fyrir mikinn fjölda bólusetninga.

Heimild.

Brot úr ræðu forsætisráðherra Ítalíu má heyra hér:

Skildu eftir skilaboð