Heilbrigðisráðherra Ástralíu hvetur fólk að fara í hjartaeftirlit eftir hjartaáföll þingmanns og krikketmeistara

frettinErlentLeave a Comment

Heilbrigðisráðherra Ástralíu, Greg Hunt, hefur hvatt Ástrali eldri en 50 ára til að fara í hjartaskoðun. Hvatningin kemur stuttu eftir skyndileg dauðsföll öldungadeildarþingmannsins Kimberley Kitching og krikketmeistarans Shane Warne.

Ástralarnir tveir, báðir 52 ára, létust með viku millibili þar sem dánarorsök er talin hjartaáfall.

„Þetta er hörmuleg áminning um áhættuna sem fólk um fimmtugt stendur frammi fyrir,“ sagði Hunt á blaðamannafundi á föstudagsmorgun. „Og það er mikilvægt að láta athuga hjartað.“

Hunt lýsti andláti Kitching sem „gífurlegum missi“ og minntist hennar fyrir lífsþrótt hennar.

Dauðsföllin tvö áttu sér stað stuttu eftir andlát Rod Mash, krikketleikara, sem lést föstudaginn 4. mars eftir að hafa fengið hjartaáfall viku áður.

Ekki bara 50 ára og eldri

Hjartáföll, önnur vandamál tengd hjartanu og skyndileg dauðsföll íþróttafólks og annarra hafa verið áberandi á síðustu misserum.

En það er ekki bara fólk um fimmtugt sem er að fá fyrir hjartað, eins og heilbrigðisráðherra Ástralíu nefnir.

Á fimmtudag sagði Fréttin t.d. frá því að 28 ára gamall breskur hjólreiðameistari og fyrrum heimsmeistari í spretthlaupi, John Paul, hafi látist skyndilega.

Í lok nóvember á síðasta ári gaf þýski miðillinn Report 24 út langan lista yfir íþróttamenn sem höfðu skyndlega veikst eða látist, á tímabilinu júní - október 2021. Síðan þá hefur listinn lengst.

Í lok desember létust þrír ungir knattspyrnumenn eftir hjartaáfall. Í sama mánuði fengu aðrir þrír knattspyrnumenn í fremstu röð fyrir hjartað.

Í janúar fékk fótboltastjarna Bayern München hjartavöðvabólgu.

Þá var einnig sagt frá því að maraþonmethafinn Fabienne Schlumpf  frá Sviss, 31 árs, hafi greinst með hjartavöðvabólgu og muni líklega aldrei keppa aftur.

Í sama mánuðu var tilkynnt að Sara Atcho, 26 ára, sem er ein hraðasta spretthlaupakona Sviss hafi greinst með gollurshússbólgu stuttu eftir örvunarbólusetningu. Hún krafðist umræðu um að ungt og heilbrigt fólk væri að þjást af þessum miklu aukaverkunum eftir bólusetningar.

Tengsl milli hjartavöðvabólgu og Covid bóluefna hafa ekki verið staðfest opinberlega en aukning hjartavandamála meðal íþróttafólks hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með knattspyrnu og öðrum íþróttum.

Í lok nóvember var slökkt á beinni útsendingu þar sem fyrrum enska fótboltastjarnan, Trevor Sinclair,  spurði hvort Sheffield United leikmaðurinn Fleck hafi hnigið niður á vellinum vegna Covid bóluefnanna.

Í lok janúar hélt Lee Johnson fyrrum knattspyrnustjóri Sunderland, því fram að hjartavandamálin sem hafa plagað markvörð liðsins Lee Burge gætu verið af völdum Covid bóluefnisins.

Nýlega tilkynnti rúmenska fótboltaliðið Steaua Búkarest að bólusettir leikmenn færu í leikbann, þeir væru einfaldlega og kraftlausir, sagði eigandi liðsins.

Nýleg rannsókn segir samband milli bóluefnanna og hjartavöðvabólgu og nýlega hefur verið opnuð hjartadeild fyrir íþróttafólk á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð.

Í lok janúar höfðu Lyfjastofnun hér á landi borist 18 tilkynningar þar sem grunur lék á hjartabólgum eftir Covid bólusetningu.

 

Skildu eftir skilaboð