Hvert liggur leiðin?

frettinInnlendarLeave a Comment

Arnar Þór Jónsson skrifar:

Upp­lýs­ing­in, mennta­stefna 18. ald­ar, miðaði að því að upp­fræða al­menn­ing og end­ur­skipu­leggja póli­tískt líf þannig að kenni­valdi yrði vikið til hliðar og ein­stak­lingn­um veitt frelsi til hugs­un­ar, skoðana­mynd­un­ar og sann­leiks­leit­ar. Lýðræðið bygg­ist sam­kvæmt þessu á því að hver ein­asti maður myndi sér sjálf­stæða skoðun, en ber­ist ekki hugs­un­ar­laust með straumn­um. Átak­an­legt er að sjá fólk verða viðskila við sam­visku sína, af­neita sann­fær­ingu sinni, missa sýn og stefnu, verða re­köld í vind­blásnu um­hverfi hags­muna og valda, vegna hræðslu og ut­anaðkom­andi þrýst­ings.

Í þeim til­gangi að verja fólk fyr­ir slík­um ör­lög­um reis­ir stjórn­skip­un okk­ar varn­argarða um lýðræðið, þar sem rök­studd­ur efi og mál­frelsi er sér­stak­lega varið. Þetta er gert til að reisa skorður við því að eitt afl, einn flokk­ur eða eitt sjón­ar­mið, nái helj­ar­tök­um. Síðustu miss­eri höf­um við orðið vitni að óheillaþróun í öf­uga átt, þ.e. frá lýðræði til vald­boðsstefnu. Þetta hef­ur gerst í skref­um, en þró­un­in er öll­um sýni­leg sem hana vilja sjá.

Ótti hef­ur vikið hugs­un til hliðar. Sá sem er fast­ur greip­um ótt­ans get­ur ekki hugsað rök­rétt. Ótta­stjórn­un er orð sem leit­ar á hug­ann þegar fjöl­miðlar, stjórn­mála­menn, fræðimenn, lækn­ar o.fl. boða heilsu­far­svá, orku­skort, mat­ar­skort, netárás­ir og upp­lýs­inga­óreiðu. Mjög hef­ur skort á að sömu aðilar birti skila­boð um þraut­seigju, hug­rekki, vilja­styrk, von, traust og trú, þannig að menn geti á raun­sæj­um grunni var­ist því að valdið sé tekið frá al­menn­ingi og lýðræðis­legt stjórn­ar­far leyst af hólmi með valdþótta og ein­hliða fyr­ir­skip­un­um.

Þegar stöðugt er hamrað á aðsteðjandi ógn­um og ýtt und­ir ótta er grafið und­an hinni vest­rænu lýðræðis­hefð. All­ir sem bera lág­marks­skyn­bragð á lær­dóma sög­unn­ar vita að það er skamm­góður verm­ir að færa valdið frá kjós­end­um og kjörn­um full­trú­um þeirra til óþekktra stjórn­enda sem starfa í umboðsleysi. Eng­inn tal­ar þó um varn­ar­leysi okk­ar gagn­vart slíku fyr­ir­komu­lagi þar sem vald­haf­ar svara ekki til neinn­ar ábyrgðar gagn­vart alþýðu manna. Um þetta nýja stjórn­ar­far virðist ekki mega ef­ast. Póli­tísk­ur rétt­trúnaður, sem fram­fylgt er með kjökri, heimtu­frekju, hár­tog­un­um og kröf­um um skil­yrðis­lausa hlýðni, um­ber eng­an ágrein­ing um kenni­setn­ing­arn­ar. Við þess­ar aðstæður og með þessu móti er mál­frelsið bælt og fram­kallað um­hverfi þar sem aðeins ein skoðun er í reynd leyfi­leg – á lofts­lags­mál­um, bólu­setn­ing­um gegn kór­ónu­veirunni, rúss­nesku þjóðinni o.s.frv. Ekki ómerk­ari maður en Jon­ath­an Sumpti­on, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari í Bretlandi, hef­ur bent á að lýðræðis­legt stjórn­ar­far hrynji til grunna þegar „hrædd­ur meiri­hluti krefst þess að sam­borg­ar­ar þeirra verði beitt­ir stór­tæk­um þving­un­araðgerðum“.

Kjarni vest­rænn­ar menn­ing­ar, allt frá því á upp­lýs­inga­öld, er ákvörðun­ar­vald hins hugs­andi ein­stak­lings sem ef­ast. Án þess er lýðræðið svip­ur hjá sjón. Verk­efni borg­ar­anna, stjórn­mála­manna, blaðamanna, fræðimanna o.fl. er að hugsa og ræða á gagn­rýn­inn hátt um það sem al­mennt er viður­kennt og vin­sælt þá stund­ina. Eitt meg­in­ein­kenni ófrjálsra sam­fé­laga mann­kyns­sög­unn­ar hef­ur verið bann við frjálsri umræðu. Allt sem er bannað að gagn­rýna hef­ur til­hneig­ingu til að spill­ast af eig­in­girni, hags­muna­bar­áttu og öfg­um. Því þarf hin laga­lega, póli­tíska, menn­ing­ar­lega og sam­fé­lags­lega um­gjörð, enn sem fyrr, að verja frelsi borg­ar­anna til hugs­un­ar, tján­ing­ar og sann­leiks­leit­ar.

Ef­inn er mik­il­væg­ur. Heil­brigður efi er ekki and­stæða von­ar og trú­ar. Slík­ur efi knýr okk­ur áfram í leit að sann­leika; kref­ur okk­ur um stöðuga end­ur­skoðun þess sem við telj­um okk­ur geta lagt til grund­vall­ar. En við lif­um nú á tím­um þar sem sjálf­stæðri hugs­un og efa er út­hýst í sí­fellt meiri mæli. Hinn hræddi ein­stak­ling­ur sem hlýðir kem­ur í stað hins hugs­andi ein­stak­lings sem ef­ast. Hvað get­um við gert til að snúa þessu til betri veg­ar?

Kæri les­andi, ég skora á þig að taka þátt í að skapa vakn­ingaröldu til að rjúfa doða hugs­un­ar­leys­is og stöðva þannig straumröst of­rík­is, vald­boðs og harðstjórn­ar.

Höf­und­ur er sjálf­stætt starf­andi lögmaður.

Skildu eftir skilaboð