Ekki láta fjölmiðla plata þig – aftur!

frettinGeir Ágústsson, Pistlar1 Comment

Eftir Geir Ágústsson:

Kínversk yfirvöld hafa nú svarað fyrir fullyrðingar bandarískra yfirvalda um að kínversk yfirvöld ætli að koma rússneskum yfirvöldum til aðstoðar í innrás þeirra í Úkraínu.

Stjórn­völd í Pek­ing saka banda­ríska koll­ega sína um að dreifa fals­frétt­um um hlut­verk Kína í stríðinu í Úkraínu.

Hafa fréttir þess efnis birst í vestrænum fjölmiðlum sem má teljast óvenjulegt enda einhliða verið að reka áróður fyrir viðteknum skoðunum yfirvalda. Ef veirutímar hafa kennt okkur eitthvað þá er það að fjölmiðlar eru aðallega góðir í því en ekki að veita samhengi hluta, innsæi og allar hliðar mála.

En maður þarf alltaf að vera á varðbergi. Sérstaklega grunsamlegar eru fyrirsagnir sem virðast birtast með svipuðu orðalagi á öllum hefðbundnu fjölmiðlunum á sama tíma og einnig má vera vakandi fyrir því þegar allir fjölmiðlar sækja í sömu „sérfræðingana“ sem allir segja það sama.

Í sjaldgæfri naflaskoðun segir pistlahöfundur á Viðskiptablaðinu um fréttaflutning á veirutímum: „Þegar horft er til baka á þessum tímapunkti ættu vonbrigðin að felast í því að gagnrýnin var ekki háværari en raun bar vitni.“ Mikið rétt.

Fjölmiðlar sviku okkur á veirutímunum og engin ástæða til að ætla að þeim gangi betur að segja fréttir um flóknari viðfangsefni. Ekki láta plata þig, aftur!

One Comment on “Ekki láta fjölmiðla plata þig – aftur!”

  1. Það mátti ekki gagnrýna neitt eða hafa aðra skoðun en þá opinberu. Bæði almenningur og fjölmiðlar sáu til þess. Það ríkir skoðanafasismi á Íslandi.
    Fjölmiðlar gerðu meira að segja samkomulag við yfirvöld um að birta ekki neitt í andstöðu við það sem þrieykið hélt fram.

Skildu eftir skilaboð