Hin 23 ára gamla Nelly Korda með blóðtappa

frettinErlentLeave a Comment

Hin bandaríska 23 ára Nelly Korda, sem er í öðru sæti á heimslista kvenna í golfi, greindi frá því á Twitter að hún hafi greinst með blóðtappa. Hún dvelur nú heima og sætir meðferð til að lágmarka frekari áhættu.

Korda sagðist hafa verið á æfingu sl. föstudag þegar henni fannst eins og annar handleggur hennar væri að bólgna. Eftir að ráðfæra sig við lækni fór Korda á bráðamóttökuna í Ponte Vedra Beach, Flórída, þar sem hún var stödd vegna auglýsingagerðar.

„Ég mun upplýsa um stöðuna þegar frekari upplýsingar liggja fyrir,“ sagði Korda. ,,Í millitíðinni vil ég þakka öllum fyrir stuðninginn og bið um næði fyrir alla fjölskylduna á þessum tímum. Ég vonast til að koma aftur fljótlega.“

Áríð 2021 var frábært ár hjá Korda. Hún sigraði fjórum sinnum á LPGA mótinu, þar á meðal á PGA meistaramóti kvenna í júní. Í september var Korda hluti af bandaríska Solheim Cup liðinu. Hún kom einnig heim með gullverðlaun frá Ólympíumóti kvenna í golfi í Tókýó. Hún hóf keppnistímabilið 2022 í 1. sæti heimslistans þar til Jin Young Ko frá Suður-Kóreu tók fram úr henni á HSBC kvennamótinu. Áætlað var að Korda tæki þátt í mótinu JTBC Classic 24.-27.mars.

Í gær sagði Fréttin frá því að hin 25 ára gamla eiginkona Justin Biebers, Hailey, hafi fengið blóðtappa í heila. Þetta tilkynnti hún á Instagram. Hailey minntist hvergi á Covid veikindi en helstu erlendu fjölmiðlar virðast hafa frekari upplýsingar og segja frá því að læknar hafi skoðað hvort Covid gæti verið skýringin.

Mjög hörð skilyrði hafa verið víðast hvar í heiminum varðandi bólusetningar íþróttafólks eins og fram hefur t.d. komið með tennisleikarann Novac Djokovic.

Afar sjaldgæft er að ungt fólk fái blóðtappa en blóðtappar eru aftur á móti skráð aukaverkun Covid bóluefnanna. Í lok október 2021 höfðu Lyfjastofnun borist 57 tilkynningar þar sem grunur var um blóðtappa eftir Covid bólusetningu.

Danir hættu t.d. alfarið að nota bóluefnið frá Astra Zeneca vegna blóðtappahættu. Hefur sjúkdómurinn verið nefndur VITT og stendur fyrir Vaccine-induced immune thrombotic thrombocytopenia. Sömu sögu er að segja frá Noregi en Ísland fékk þá lánaða 16 þúsund skammta frá Norðmönnum.

Guðmundur Pálsson læknir hefur einnig vakið athygli á tengslum milli Covid bóluefnanna og blóðtappamyndunnar og hjartavöðvabólgu.

Skildu eftir skilaboð