Biden meinað að koma til Rússlands ásamt fjölda háttsettra embættismanna

frettinErlentLeave a Comment

Rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneytið greindi frá því í dag að Joe Biden Banda­ríkja­for­seta, syni hans Hunter Biden, auk fjölda annarra hátt­settra bandarískra emb­ætt­is­manna verði meinað að koma til Rússlands.

Aðgerðirnar eru svar Rússa við refsiaðgerðum Banda­ríkj­anna.

Bannið nær einnig yfir Ant­ony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna og Lloyd Aust­in varn­ar­málaráðherr­a.

Í tilkynningunni kemur fram að þessar aðgerðir Rússa séu „af­leiðing­ar mjög öfga­fullr­ar stefnu gegn Rúss­um sem nú­ver­andi banda­rísk stjórn­völd standa fyr­ir.“

Á bannlistanum sem sjá má hér neðar eru einnig núverandi og fyrrverandi embættismenn. Utanríkisráðuneytið segir að fleiri embættismenn verði settir á listann, auk fjölmiðlafólks, yfirmanna hersins og fleiri.

  • Formaður sameiginlegu starfsmannastjóranna Mark Milley, hershöfðingi
  • Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins
  • Bill Burns, forstjóri CIA
  • Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins
  • Daleep Singh, staðgengill þjóðaröryggisráðgjafa
  • Samantha Power, forstjóri USAID
  • Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra
  • Adewale Adeyemo, aðstoðarfjármálaráðherra
  • Reta Jo Lewis, stjórnarformaður EXIM bankans

    Joe Biden og sonur hans Hunter.

    Heimild.

Skildu eftir skilaboð