17% handhreinsiefna innihalda of mikið magn af benzene – álíka hættulegt og efnið asbest

frettinErlent2 Comments

Að minnsta kosti 44 tegundir af handhreinsiefni sem komu á markað vegna mikillar eftirspurnar í Covid faraldrinum innihalda mikið magn af efninu, benzene, sem talið er álíka hættulegt og efnið asbest.

Valisure, netapótek með aðsetur í New Haven í Connecticut, gerði prófun á 260 handhreinsiefnum frá 168 vörumerkjum.

Alls voru 44 tegundir eða 17% með greinanlegt magn af benzene, krabbameinsvaldandi efni sem tengt hefur við ákveðnar tegundir blóðkrabbameins eins og hvítblæði.

Tuttugu og ein tegund, eða 8%, innihélt benzene yfir þeim mörkum sem FDA (Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna) ráðleggur, þ.e. 2 ppm.

Ein flaska frá fyrirtækinu artsnatural, var með 16,1 ppm af benzene, átta sinnum meira en ráðlögð mörk. Þá var tegundin STAR WARS, sem er markaðsett fyrir börn ein af þeim tegundum sem innihélt of mikið magn af efninu.

Athygli vekur að handhreinsir frá merkinu Huangjisoo merkt, 91% lífrænt, innhélt sömuleiðis of mikið magn af benzene samkvæmt könnuninni.

Valisure hefur sent FDA bréf þar sem stofnunin er beðin um að innkalla flöskurnar og framkvæma sína eigin greiningu.

„Tilvist benzene, sem er þekkt krabbameinsvaldandi efni er að finna í vörum sem almennt er mælt með til að koma í veg fyrir útbreiðslu SARS-CoV-2 veirunnar og ​​er reglulega notað af fullorðnum og börnum í miklu magni og gerir þessar niðurstöður að sérstöku áhyggjuefni,“ skrifaði Valisure í bréfi til FDA.

Benzene er fljótandi efni sem er venjulega litlaust en getur, við stofuhita, orðið ljósgult.

Efnið er að finna í náttúrunni, í eldfjöllum og eftir skógarelda, en er einnig notað til að framleiða ýmsar vörur, þar á meðal þvottaefni, litarefni, smurefni og gúmmí.

Komist manneskjan í snertingu við of mikið magn af benzene getur það valdið því að frumur virki ekki rétt og valdið því að beinmergurinn framleiði ekki nóg af rauðum blóðkornum, eða leitt til skaða ónæmiskerfinu sem tapar hvítum blóðkornum, samkvæmt Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC)

Krabbameinsrannsóknardeild Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO)hefur skilgreint benzene sem krabbameinsvaldandi efni og sett það í hæsta áhættuflokkinn, flokk 1, með öðrum efnum eins og asbesti.

Fréttin.is gerði ekki athugun á því hvort og þá hversu mörg af þessum hreinsiefnum fást hér á landi.

Heimild.

2 Comments on “17% handhreinsiefna innihalda of mikið magn af benzene – álíka hættulegt og efnið asbest”

  1. Kannski komin tími til að skoða nánar lífeðlisfræðinginn Huldu Clark, og hvað hún segir um Benzene.

    https://heilsuhringurinn.is/1995/04/07/ny-kenning-um-orsoek-og-laekningu-i-eyeni/

    „Í mjög stuttu máli benda niðurstöður Huldu Clark til þess að samhengið á milli HIV og eyðni sé óbeint. Aðalorsökin fyrir niðurbroti á ónæmiskerfinu sé samspil á milli óeðlilegrar inntöku á þrávirka efninu BENZENE, sem sest strax að í hóstar kirtlinum og veikir hann, og flatormsins Fasciolopsis buskii sem er afæta í meltingarfærum flests fólks og býr eftir veikingu hóstakirtilsins um sig í honum og fjölgar sér þar jafnvel þannig að starfsemi kirtilsins lamast.“

Skildu eftir skilaboð