Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp um að fella niður grímuskyldu í flugi

frettinErlentLeave a Comment

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti á þriðjudag frumvarp um að fella úr gildi grímuskyldu í öllu innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul, knúði fram atkvæðagreiðslu um frumvarpið með því að nota lög (Congressional Review Act) sem heimilar þinginu að endurskoða lög sem sett eru af ríkisstofnunum. Frumvarpið var samþykkt með 57 atkvæðum gegn 40.

Þrátt fyrir sigur í öldungadeildinni er ekki víst að frumvarpið hljóti náð fyrir augum þingsins þar sem demókratar eru í meirihluta. Biden forseti er persónulega andvígur því og hefur hótað að beita neitunarvaldi sínu ef frumvarpið nái fram að ganga. Samkvæmt ráðleggingum CDC (Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna) fyrr í þessum mánuði, framlengdi Biden forseti grímuskyldu í almenningssamgöngum til 18. apríl.

Heimild

Skildu eftir skilaboð