Úkraínskur fréttaþulur kallar eftir þjóðarmorði á Rússum með því að drepa rússnesk börn

frettinIngibjörg Gísladóttir, Pistlar2 Comments

Eftir Ingibjörgu Gísladóttur:

Bandaríski kvikmyndagerðar- og blaðamaðurinn Dan Cohen birti á Twittersíðu sinni myndband, sem fylgir hér neðar, af úkraínskum fréttaþul sem kallar eftir þjóðarmorði á Rússum með því að drepa rússnesk börn og hvetur Úkraínumenn til að drepa að minnsta kosti einn Moskal (niðurlægjandi orð yfir Rússa) hver.  Ef börnin eru drepin verða þau aldrei fullorðin og þjóðin mun deyja út, sagði fréttaþulurinn sem vinnur á einni þeirri sjónvarpsstöð sem Zelensky hefur ekki lokað. Er hann var kosinn þá lofaði hann að sameina þjóðina en lokaði svo á þrjár stöðvar stjórnarandstöðunnar árið 2021.

Minnir á Hamas samtökin

Þetta skefjalausa hatur minnir á Hamas samtökin, sem leyfa ekki heldur frjálsa fjölmiðlun á Gaza. Leiðtogar þeirra kalla iðulega eftir því að gyðingar verði drepnir. Á sjónvarpsstöðvum þeirra kemur fram að það sé leyfilegt að drepa almenna borgara í Ísrael því allir gyðingar séu glæpamenn og því sé það eiginlega sjálfsvörn að bana þeim. Í Jerusalem Post segir frá sjónvarpsefninu Fida´i þar sem fólk sem leikur gyðinga segist hata alla araba og leikarar er leika araba réttlæta dráp á gyðingum. Í greininni segir að slíku áróðursefni er hvetur til ofbeldis sé gjarnan ýtt að Palestínumönnum á Gaza og Vesturbakkanum.

Hatrið hefur þó ekki skilað Hamas neinu. Sjálfsmorðsárásir þeirra kölluðu á girðingar sem gætu haldið þeim á Gaza, flugskeytaárásunum var svarað af hörku, göng þeirra eyðilögð, landhelgi þeirra sveiflast eins og jójó eftir aðstæðum og margar vörur sem gætu nýst til vopnaframleiðslu fást ekki fluttar inn. Sumir vilja meina að þeir ættu að samsama sig með Úkraínumönnum en það gera þeir ekki. Þeir styðja Rússa!

2 Comments on “Úkraínskur fréttaþulur kallar eftir þjóðarmorði á Rússum með því að drepa rússnesk börn”

  1. Þetta er skrítin frétt. Hver er maðurinn á litlu myndin? Hvaðan koma þessar fréttir?

  2. there is nothing weird in this news, for those who could not and did not want to see the establishment of the Nazi regime in Ukraine in 2014. Those who do not see the obvious resurrection of Nazism in Ukraine in some way known to them only, still see the corona virus, although the virus does not exist. And this is matter of believe not of the fact.
    I sincerely hope that President Putin will have the knowledge and strength to restore the possibility of rational balance to such people, and make them capable to deal with facts not wishes or believes and I really do not understand why so much importance is attached to the war in Ukraine when several wars are raging around the world that are much more brutal and more people die every day, for example in Yemen.
    On the small picture is Adolf Otto Eichmann. You can google about him, and about the particular news, and about many other facts about atrocity against the Russians in Nazi Ukraine

Skildu eftir skilaboð