„Njósnarar sem ljúga“ – fartölva Hunter Biden ekki lengur Rússaáróður

frettinErlent, Ingibjörg Gísladóttir, PistlarLeave a Comment

Eftir Ingibjörgu Gísladóttur:

Starfsmenn New York Post reyna ekki að leyna ánægju sinni yfir nokkru sem þeir lásu í New York Times nýverið. Hinn 17. mars mátti lesa hjá New York Post: „Lesendur okkar hafa vitað þetta frá því í október 2020. Íþróttasíðan okkar er líka mun betri.“ en hvað viðurkenndi New York Toimes? Jú, þeir viðurkenndu að fartölvan sem skilin var eftir á viðgerðaverkstæði í Delaware hefði tilheyrt Hunter Biden og að efnið á harða diski hennar væri því ekta.

New York Post birti frétt um tölvu Hunters í október 2020, við lítinn fögnuð margra. Twitter lokaði á þá í tvær vikur og Facebook viðurkenndi að hafa hamlað dreifingu fréttarinnar. Einnig birti 51 manns hópur fyrrverandi starfsmanna leyniþjónustunnar yfirlýsingu um að þessi frásögn um tölvu Hunters bæri þess öll merki að vera ættuð frá Rússum. Í framhaldinu sló Politico upp fyrirsögninni: "Hunter Biden story is Russian disinfo, dozens of former intel officials say." Sú grein Politico hefur ekki verið fjarlægð.

Í 17 mánuði hafa starfsmenn New York Post því þurft að liggja undir ámæli um að birta Rússaáróður eða óstaðfestar fréttir og hlýtur það að hafa farið í taugarnar á þeim. Þeir töldu sig hafa öruggar heimildir en aðrir miðlar voru þeim ekki sammála og hljóta þeir að hafa búið yfir gremju í garð þessarra fyrrverandi leyniþjónustumanna sem fullyrtu nokkuð sem þeir sýndu engar heimildir fyrir - allt til að auka líkur á að Joe Biden yrði næsti forseti. Því var það að 18. mars birti New York Post á forsíðu myndir af helstu sökudólgunum undir fyrirsögninni: „Njósnarar sem ljúga.“

Hér má heyra þá Trump og Biden í kappræðum fyrir kosningar deila um málið og Biden segir fartölvumál Hunter Biden vera Rússaáróður:

En af hverju er New York Times að viðurkenna þetta núna? Þurfa Demókratar (eða Djúpríkið) að losna við Joe Biden? Er hann farinn að skaða þá of mikið?

Skildu eftir skilaboð