Bréfin í skúffu Schwartzenegger

frettinGeir Ágústsson, PistlarLeave a Comment

Eftir Geir Ágústsson:

Fyrir nokkrum dögum sendi kvikmyndastjarnan og fyrrum íþrótta- og stjórnmálamaðurinn, Arnold Schwarzenegger, frá sér hjartnæm skilaboð til Rússa þar sem hann hvatti til að aðgerðum Rússa í Úkraínu yrði mótmælt. Schwarzenegger telur ekki að ofbeldisfullir hópar yfirlýstra nýnasista séu vandamál í Úkraínu og gerði lítið úr slíkum fullyrðingum. Fékk yfirlýsing Schwarzenegger mikla athygli og umfjöllun í vestrænum fjölmiðlum.

Minna hefur farið fyrir viðbrögðunum í Rússlandi. Hin rússneska kraftlyftingakona, Maryana Naumova, hefur nú tjáð sig eins og fjallað er um á rússneska miðlinum FAN. Þar minnist hún þess þegar hún hitti Schwarzenegger og færði honum bréf frá íbúum austustu héraða Úkraínu árið 2015. (Varla þarf að taka fram að Wikipedia-færsla þessarar ungu íþróttakonu fjallar mjög lítið um mörg íþróttaafrek hennar og leggur mun meiri áherslu á stjórnmálaskoðanir hennar.)

Ég ók til þín, herra Schwarzenegger, bréfum og ljósmyndum frá börnum Donbass í stríðsástandi, sem ég heimsótti tvisvar í mars 2015. Já, ég gat ekki setið hljóðalaus heima í Moskvu þegar Úkraína tilkynnti stríð gegn Donbass, og fyrir jafnaldra mína frá Donbass þýddi skólabjallan ekki frímínútur, en einnig upphaf sprengjuregns og sprenginga.

Að sögn Maryönu fékk Schwarzenegger bréfin og myndirnar frá henni og rétti aðstoðarmanni sínum og aðhafðist ekki meira. Nú er áhugi Schwarzenegger á svæðinu hins vegar loksins til staðar. Forvitnilegt verður að sjá hvort Schwarzenegger virði ungan aðdáanda sinn svars.

Skildu eftir skilaboð