Frönsku tennisleikararnir Gael Monfilis og Jeremy Chardy frá vegna aukaverkana eftir bólusetningar

frettinErlentLeave a Comment

Fremsti tennisleikar Frakklands, Gael Monfils, kennir aukaverkunum af Covid-örvunarsprautunni um að hafa ekki tekið þátt í mótum undanfarið. Monfis talaði um „heilsubrest.“ Franski tennisleikarinn Jeremy Chardy glímir einnig við veikindi eftir bólusetningu frá því sumar.

Gael Monfils sagði frá því að fjarvera hans á tennismótum undanfarið væri vegna líklegra aukaverkana af þriðja skammtinn af Covid bóluefninu.

Hann hefur ekkert spilað síðan hann tapaði á móti Svíanum Mikael Ymer í Montpellier fyrir þremur vikum og mun ekki vera fulltrúi þjóðar sinnar á Davis Cup mótinu í næstu viku.

Monfils, sem er 35 ára, vonast til að geta verið með á mótinu í Indian Wells og Miami í næsta mánuði.

Hann skrifaði á Twitter og sagði: „Halló allir, ég vildi segja ykkur fréttir eftir að hafa verið fjarverandi á mótum undanfarið. Ég glími við heilsubrest (líklega eftir þriðja skammtinn af bóluefninu). Að læknisráði hef ég ákveðið að taka smá tíma til að hvíla mig. Þannig að því miður mun ég ekki geta spilað á Davis Cup í næstu viku. Ég vonast til að geta farið til Bandaríkjanna.

Monfils, sem er í 25. sæti, byrjaði tímabilið vel, vann sinn fyrsta titil í tvö ár í Adelaide og komst síðan í 8-liða úrslit á Opna ástralska meistaramótinu.

Hann er annar franski leikmaðurinn sem neyðist til að draga sig í hlé vegna gruns um aukaverkanir af Covid bóluefninu.

Jeremy Chardy, sem nú er í 138. sæti, hefur ekki spilað leik síðan á Opna bandaríska meistaramótinu síðasta sumar.

Novak Djokovic, sem spilar sitt fyrsta mót á tímabilinu í Dubai í vikunni, er eini óbólusetti leikmaðurinn á topp 100 lista karla.

Fréttin.is, sem á fullt í fangi með að miðla fréttum af íþróttafólki, sem ýmist þarf að hætta eða gera hlé á íþrótt sinni sökum hjartavöðvabólgu, hjartaáfalls eða annarra kvilla (líklega eftir Covid bólusetningar) sagði frá því í gær að spænska tennisstjarnan, Rafael Nadan, þurfti að gera tvö leikhlé á móti um síðustu helgi vegna brjóstverkja og öndunarerfiðleika.

Þá þurfti ítalski hjóreiðamaðurinn Sonny Corbrelli að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa hnigið niður í lok keppni á mánudag.

Í morgun er síðan sagt frá því að Ítalinn Tiziano Franchini, einn af helstu stjórnendum ruðningsdeildar Evrópu, væri látinn vegna gruns um hjartaáfall, 44 ára að aldri.

Heilbrigðisráðherra Ástrala hefur einnig ráðlagt 50 ára og eldri að fara í hjartaskoðun eftir að áströlsk þingkona og krikketmeistarinn Shane Warne, bæði 52 ára, létust með stuttu millibili eftir hjartaáfall. 

Heimild.

Skildu eftir skilaboð