Joe Rogan skammar fjölmiðla – „þeir eru til í að hunsa staðreyndir og búa til eiginn söguþráð“

frettinErlent, InnlendarLeave a Comment

Hinn vinsæli þáttastjórnandi Joe Rogan hefur gagnrýnt almenna fjölmiðla í Bandaríkjunum fyrir að hunsa fréttina um Hunter Biden og fartölvu hans í aðdraganda forsetakosninganna 2020.

Hann skammaði fjölmiðla fyrir að hanna rangan söguþráð í kringum týndu fartölvu Hunter Biden, eftir að í ljós kom að glæpsamleg textaskilaboð, myndir og fjárhagsleg skjöl sem fundust á tölvunni væru sönn og ófölsuð.

Í laugardagsútsendingua á The Joe Rogan Experience þættinum tók Rogan blaðamenn fyrir og gagnrýndi þá harðlega fyrir að bæla niður fréttina, sem The New York Post og DailyMail greindu fyrst frá vikurnar fyrir forsetakosningarnar.

Rogan fjallaði um málið stuttu eftir að The New York Times viðurkenndi loksins að sagan um fartölvu Hunter Biden væri raunveruleg, eftir að dagblaðið hafði í aðdraganda kosninganna, haldið því fram með hroka, að fréttin væri falsfrétt.

Fartölva Hunter Biden hefur verið uppspretta ýmissa vangaveltna frá því að fyrst var greint frá málinu, seint á árinu 2020.

Skjöl sem fundust í tölvu Hunter Biden innihéldu tölvupósta sem sýndu skuggaleg viðskipti hans við erlenda embættismenn, og texta sem sýndu hann ítrekað nota „N-orðið“ (Nigger) ásamt því að ofgreiða vændiskonu óvart $25.000 af reikningi tengdum föður hans, núverandi forseta Bandaríkjanna.

Skjölin afhjúpaðu einnig tilraun Hunter Biden árið 2015 til að koma á fundi milli Vadym Pozharskyi, ráðgjafa hjá úkraínsku orkufyrirtæki, og föður hans, þáverandi varaforseta. Fleiri skjöl var að finna sem sýndu Hunter reyna að hagnast með því að nýta fjölskyldutengsl sín. .

Þrátt fyrir möguleikann á eitthvað væri til í sögunni var skýrsla New York Post ritskoðuð af samskiptamiðlunum og helstu fjölmiðlum.

Rogan hélt því fram að helstu fjölmiðlar væru reiðubúnir að hunsa staðreyndir til að ýta undir ákveðinn söguþráð og leyfa þannig stjórnmálamönnum eins og Joe Biden að komast upp með að ljúga um óþægilegar staðreyndir.

,,Þetta veldur mér áhyggjum," sagði Rogan. Ég hef áhyggjur því ég tel að hjá Washington Post og The New York Times starfi hlutlausir blaðamenn og líka að það sé alvöru blaðamenn þarna úti, en ég veit ekki endilega hvort við séum endilega að fá allar upplýsingarnar.

„Við munum eftir kappræðunum þegar Trump bar málið upp við Biden og Biden sagði það vera lygi." Upptökuna má sjá hér neðar.

Sky News og DailyMail

Skildu eftir skilaboð