Þýsk rannsókn sýnir að nægilegt D-vítamín kemur nánast í veg fyrir dauðsföll af völdum Covid-19

frettinInnlendar, PistlarLeave a Comment

Vísindarannsókn var birt í tímaritinu Nutrients 2021, þann 14. október 2021. Rannsóknin sýnir að þeir sem hafa a.m.k. 125 nmól/L af D3-vítamíni í blóði, eiga nánast enga möguleika á að deyja úr Covid-19. Það útilokar þó ekki að menn geti orðið veikir, en dánartíðni verður eins nálægt núlli (0) og mögulegt er.

Í rannsókninni segir: „Svona, svipað og aðrar veirusýkingar, eins og inflúensu, verðum við að búast við að árangur bólusetningar sé takmarkaður, sérstaklega með núverandi bóluefnum sem eru hönnuð til að kalla fram ónæmissvörun gegn einu veirupróteini. Við höfum þegar lært að jafnvel fullbólusett fólk getur smitast“.

Á öðrum stað segir: „Mannkynið gæti verið fast í óyfirstíganlegu kapphlaupi milli nýrra stökkbreytinga og nýrra bóluefna, með aukinni hættu á að nýlegar stökkbreytingar verði ónæmar fyrir núverandi bóluefnum“.

Einnig segir: „Ein sterk stoð í vörn gegn hvers kyns veirusýkingum er styrkur ónæmiskerfis okkar“.

Mynd nr. 5 i rannsókninni útskýrir allt.

Athugið: Lóðrétti ásinn sýnir dánartíðni (fjöldi sem deyja, 0 – 200), en lárétti ásinn sýnir magn D-vítamíns í blóði mælt í ng/ml. (0 – 50). Sjá nánar útskýrt neðst í greininni.

Því miður hefur þessi ótvíræða grundvallarregla náttúrunnar verið meira og minna vanrækt af yfirvöldum hingað til. Það er vel þekkt að nútíma lífsstíll er langt frá því að vera ákjósanlegur með tilliti til næringar, líkamsræktar og afþreyingar. Sérstaklega eyða margir ekki nægum tíma úti í sólinni, jafnvel á sumrin. Afleiðingin er útbreiddur skortur á D3-vítamíni, sem takmarkar frammistöðu ónæmiskerfis þeirra, sem leiðir til aukinnar útbreiðslu sumra fyrirbyggjanlegra sjúkdóma siðmenningarinnar, minni vörn gegn sýkingum og minni skilvirkni bólusetningar.

Í formála segir: ,,Í þessu riti munum við sýna fram á að skortur á D3 vítamíni, sem er vel skjalfest vandamál um allan heim, er ein helsta ástæðan fyrir alvarlegum sjúkdómum af völdum SARS- CoV-2 sýkingar.“

Í rannsókninni kemur líka fram að til þess að ná eðlilegu magni D3-vítamíns í blóði þarf a.m.k. 4000 I.U. og upp í 10000 I.U. daglega inntöku D3-vítamíns. Einnig er þar mælt með 200 µg af K2 vítamíni. Einnig var bent á að lágmarksfjöldi sýkinga sjást við 55 ng/ml. eða 137,5 nmól/L.

Hér er tengill á þýsku rannsóknina:

Vegna þess hve rannsóknin er viðamikil, bendum við á ítarlega og vandaða umfjöllun um hana í YouTube, en þar eru tveir þættir. Þar fer dr. John Campbell yfir rannsóknina í tveim þáttum, annar rúmar 40 mín. en hinn rúmar 10 mínútur.

Fyrri þáttur:
10 mín. 37 sekúndur

Seinni þáttur: 
40 mín. og 31 sekúndur

Seinni þátturinn:
10 mín. 37 sekúndur

Í ,,Der Spiegel“ er einn höfundanna, Lorenz Borche sagður vera ,,Statistik-Guru“, eða tölfræðisnillingur.

Þessi þýska vísindarannsókn er í samræmi við rannsókn sem birt var í Heilsuhringnum 25. ágúst 2020, undir heitinu „Meira D-vítamín = minna Covid-19“. Í þeirri rannsókn kom m.a. fram að þeir sem voru með um eða yfir 150 nmól/L af D3-vítamíni í blóði dóu ekki þó þeir væru komnir yfir áttrætt. Tengillinn er hér:

Í leiðinni er rétt að benda á aðra nýlega vísindarannsókn um dánartíðni.
Athyglisvert er að dánartíðni tengist beint D3-vítamínskorti, þ.e.a.s. allveg sama var hvort það voru konur eða karlar, feitir eða mjóir o.s.frv. alltaf hafði eðlilegt D3-vítamín í blóði áhrif til lækkunar á dánartíðini. Dánartíðnin hélt áfram að lækka þar til 150 nmól/L var náð. Rannsóknin náði ekki lengra og því kann að vera að enn hærra magn í blóði lækki enn dánartíðni.
Lítið D3-vítamín = há dánartíðni Mikið D3-vítamín = lág dánartíðni
Hér er tengill á YouTube vídeó þar sem farið er yfir þessa rannsókn sem sýnir lækkun dánartíðni vegna aukins D3-vítamíns: 

Hérlendis er blóð almennt  mælt í einingunni nmól/L í stað ng/ml. Nmól/L = ng/ml margfaldað með 2,5

Dæmi: 50 ng/ml = 50 x 2,5 = 125,0 nmól/L
55 ng/ml = 55 x 2,5 = 137,5 nmól/L

Þýska rannsóknin segir: ,,Nægilegt D3-vítamín mun spara milljarða. um heim allan, því það dregur úr / eyðir þörfinni á nálægðartakmörkunum og lokunum auk þess sem D3-vítamín er mjög ódýrt“.

Vangaveltur höfundar:
Talið er að yfir 75% jarðarbúa séu með of lítið D3-vítamín sem læknar og almenningur hafa ekki kynnt sér eða skilja ekki og vilja jafnvel ekki ræða eða skilja betur. Þá má spyrja: Er í sjálfu sér nokkur Covid-19 faraldur, heldur mikill og alþjóðlegur skortur á D3-vítamíni? Það má kannski líka orða það svo, að enginn hafi dáið úr Covid-19, heldur dáið úr skorti á D3-vítamíni.

Spurningin er: Til hvers var þá verið að bólusetja, loka fyrirtækjum, skólum, nota grímur o.s.frv? Var þetta allt tóm vitleysa eða bara einfaldur þekkingarskortur hjá læknum almennt og einnig hjá mörgum vísinda- og stjórnmálamönnum, sem komið hafa að málum í faraldrinum, hingað til? Sennilegast er þetta einfaldur þekkingarskortur.

    Þýtt og endursagt: Höskuldur H. Dungal

Skildu eftir skilaboð