Borgarstjóri New York gerir íbúana ábyrga fyrir glæpum – en Amnesty kvartar undan rasískri löggæslu

frettinIngibjörg Gísladóttir, Pistlar1 Comment

Nýr borgarstjóri, Eric Adams, tók við störfum í New York um áramótin. Hann aðhyllist virka löggæslu og hefur ekki smekk fyrir aðferðum félagslegu réttlætisriddaranna í BLM. Leiðtogi BLM-deildar New York hótaði að brenna borgina niður ef Eric vogaði sér að endurvekja sveitir óeinkennisklæddra lögreglumanna sem hafa það hlutverk að leita að vopnum meðal almennings en Eric sagði bara: Ekki á minni vakt. Hann hefur ekki smitast af ný-marxismanum þar sem sjálfsmyndarhópum er skipt í kúgara og kúgaða og lítur ekki svo á sem litaðir íbúar borgarinnar séu viljalaus eilífðarfórnarlömb rasísks kerfis hvítra heldur gerir kröfur og skammar borgarbúa fyrir að taka ekki ábyrgð á eigin hegðun - sem hann kæmist ekki upp með nema af því hann er svartur.

Í skýrslu borgarinnar um glæpi og aðgerðir lögreglu fyrir árið 2021 kemur nefnilega fram að langflestir þeir er drepnir voru í borginni, eða drepa aðra flokkast sem litaðir. Rúm 67% þeirra er féllu í valinn voru svartir (67%) og 23.7% af rómönskum uppruna. Tölurnar yfir vegendurna eru svipaðar, 61.7% þeirra er handteknir voru fyrir morð eða manndráp voru svartir og 30.9% af rómönskum uppruna og tölur yfir nauðgun líka; 73.2% fórnarlamba voru skráð lituð og 88.4% meintra gerenda. Eric setur það í forgang að fækka skotárásum og kallar eftir samvinnu íbúa á þeim svæðum þar sem þær eru tíðastar, Bronx og Brooklyn, messar hreinlega yfir þeim.

Fjarri er þó að allir séu sáttir við stefnu hans. Leiðtogi BLM NY hefur verið nefndur og hinn 15 febrúar 2022 gaf Amnesty út nýja rannsókn þar sem kvartað var undan þeim rasísku aðferðum lögreglunnar að leita að vopnum og setja upp andlitskennslakerfi í hverfum minnihlutahópa - í Bronx, Brooklyn og Queens. Matt Mahmoudi hjá Amnesty International segir: Að banna andlitskennslakerfi sem notuð séu til fjöldaeftirlits er mjög þarft fyrsta skref til að afnema rasíska löggæslu, og borgarstjórn New York verður nú þegar að hefja vinni að algjöru banni slíks kerfis. Amnesty virðist orðið "woke" og sér rasisma í hverju horni, jafnvel í kerfum sem eru sett upp til að hafa forvarnargildi og fækka fórnarlömbum glæpa.

Ekki er þó líklegt að Eric Adams taki mark á kröfum Amnesty International, frekar en á BLM eða þeim sem vilja draga úr fjármagni til löggæslumála.

One Comment on “Borgarstjóri New York gerir íbúana ábyrga fyrir glæpum – en Amnesty kvartar undan rasískri löggæslu”

  1. Ég held að hér þurfi aðeins og staldra við og hugsa málið, finnst okkur eðlilegt að koma á viðtæku eftirlitskerfi með borgurunum? Andlitskennslakerfið finnst mér viðurstyggileg hugmynd og beinlínis ósiðleg.

Skildu eftir skilaboð