Málþing um upplýst samþykki í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði 1. apríl

frettinInnlendar1 Comment

Vísindasiðanefnd boðar til málþings í Veröld, húsi Vigdísar þann 1. apríl kl. 12:30 – 15:30. Áætlað er að streymt verði beint frá viðburðinum. Nánari upplýsingar um streymið verða birtar þegar nær dregur.

Markmið fundarins er að vekja upp umræðu um upplýst samþykki í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun opna málþingið með ávarpi. Þá koma Sigurður Guðmundsson fyrrum landlæknir, Henry Alexander Henrysson heimspekingur, Flóki Ásgeirsson lögmaður, Ingileif Jónsdóttir prófessor og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu ehf. og Salvör Nordal, umboðsmaður barna til með að flytja erindi á fundinum.

Fundarstjóri er Sunna Snædal, formaður vísindasiðanefndar.

Vísindasiðanefnd hvetur alla til að mæta, hlusta og taka þátt í umræðunni!

Dagskrá málþingsins:

Ávarp heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar.

Upplýst samþykki í sögulegu samhengi. Sigurður Guðmundsson, nefndarmaður í vísindasiðanefnd og fyrrum landlæknir.

Hvað er upplýst samþykki og hvað þýðir að veita samþykki fyrir þátttöku í vísindarannsókn á heilbrigðissviði? Hvenær er rétt að beita afmörkuðu samþykki og hvenær víðtæku samþykki? Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og nefndarmaður í vísindasiðanefnd.

Upplýst samþykki og lög nr. 44/2014, um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Flóki Ásgeirsson, lögmaður og nefndarmaður í vísindasiðanefnd.

Víðtækt samþykki í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði, lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga. Ingileif Jónsdóttir, prófessor og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu ehf.

Börn og upplýst samþykki. Salvör Nordal, heimspekingur og umboðsmaður barna.

Hlé.

Pallborðsumræður með frummælendum, fundarstjóra og Þórði Sveinssyni, yfirlögfræðingi Persónuverndar.

Málþingið slitið.

Fréttin mælir með þátttöku

Fréttin mælir með þátttöku, sérstaklega í ljósi þess að íslenska þjóðin, án þess að veita upplýst samþykki sitt, hefur og er að taka þátt í tilraun með fjórar tegundir af svokölluðu bóluefni við Covid sem er á neyðarleyfi í Bandaríkjunum og skilyrtu leyfi í Evrópu.  Bóluefnið  frá Pfizer var til að mynda kynnt sem feikilega lofandi, af Kára Stefánssyni forstjóra ÍE, og átti í yfir 90% tilvika að koma í veg fyrir Covid smit, samkvæmt samtali við Morgunblaðið í nóvember 2020. Eins og þjóðin komst síðan að,  í miðri tilrauninni, veitti lyfið enga vörn gegn smiti.

One Comment on “Málþing um upplýst samþykki í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði 1. apríl”

  1. Umræður um að byrgja brunninn sem barnið hefur dottið ofan í nokkrum sinnum

Skildu eftir skilaboð