Kona í Flórída sem var tæknifrjóvguð með sæði læknisins fær háar skaðabætur

frettinErlentLeave a Comment

Á miðvikudag dæmi alríkisdómstóll í Burlington í Vermont í Bandaríkjunum konu í Flórída 5,25 milljónir dollara í bætur vegna læknis sem notaði eigin sæðisfrumur til að gera konuna ófríska með tæknifrjóvgun árið 1977.

Voru konunni, Cheryl Rousseau, dæmdar 250.000 dollara í skaðabætur og 5 milljónir dollara í refsi-skaðabætur frá Dr. John Coates III. Lögmaður Rousseau, Celeste Laramie, sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp, að dómstóllinn hefði dæmt upphæðina sem farið hefði verið fram á og hegðun læknisins hefði verið „röng og móðgandi.“

Þá sagði Laramie að dómurinn „sendi með refsi-skaðabótum sínum ákveðin skilaboð til lækna.“ Hegðun sem þessi muni hafa afleiðingar fyrir þá.

Lögmaður læknisins sagðist eftir dóminn vera hissa og vonsvikinn með dóminn en tók ekki fram hvort dómnum yrði áfrýjað.

Sæðið átti að koma frá einum sem líktist eiginmanninum

Í stefnunni segir að læknirinn hafi samþykkt að framkvæma tæknifrjóvgunina á konunni með gjafasæði frá ónefndum læknanema, sem líktist eiginmanni Rousseau.

Konan hafði upphaflega ætlað að eignast barn með eiginmanni sínum en hann hafði gengist undir læknisaðgerð sem hafi gert hann varanlega ófrjóan. Þegar læknirinn framkvæmdi hins vegar tæknifrjóvgunina notaði hann eigið sæði.

Svik læknisins uppgötvuðust þegar uppkomin dóttir þeirra leitaði upplýsinga um líffræðilegan föður sinn með DNA-prófi.

Lækningaleyfi Coates afturkallað

Í síðasta mánuði afturkallaði læknaráð Vermont varanlega lækningaleyfi Coates. Coates, sem stundaði fæðinga- og kvensjúkdómalækningar í miðhluta Vermont á áttunda áratugnum, er nú kominn á eftirlaun.

Coates á einnig yfir höfði sér annað sambærilegt mál sem höfðað var á síðasta ári sem enn er til meðferðar í héraðsdómi í Vermont.

Heimild

Skildu eftir skilaboð